Aukavísbending-í tilefni þess að ég er farin.
Ókei.. ein vísbending í viðbót.
Höfundurinn er karlmaður, fæddur árið 1821 í núverandi höfuðborg lands síns. Hann dó árið 1881.
Nú hlýtur þetta að koma ;)
Bæbæ í bili félagar.
Bær Dauðans yfirgefinn... í bili.
Það virðist ekki vera mikið um ágiskanir á þessa bók, þar sem Sigga er sú eina sem reynt hefur á vaðið. Sverrir og Maríanna! Ég er ekki nógu ánægð með framlag ykkar, sem hafið verið lang virkust í að svara.. ;)
Ég skal koma með eitt hint... Rithöfundurinn er frá austantjaldslandi og löngu búinn að geispa golunni.
Og svo að ég vitni nú aðeins í hann Gísla Martein, uppáhalds júróvisjónkynninn okkar allra: "Og koma svo!!"
Núna er ég að fara að leggja leið mína á gamlar Íslendingaslóðir í Köben, þannig að ég mun ekkert skrifa hér inn á meðan, en kannski mun ég nú koma með einhverjar fréttir frá Kóngsins Kaupinhafn á mBloginu mínu.
Until then, teik ker.
Loksins! Bókagetraunin er komin aftur!
Hvaða skáldsaga hefst á þessum orðum:
"Kvöld eitt í byrjun júlí, í gífurlegri hitasvækju, kom ungur maður út úr herbergi sem hann leigði við S-götu, gekk út á götuna og stefndi hægt og hikandi að K-brúnni.
Honum tókst að komast niður stigann án þess að mæta húsmóður sinni. Kytran hans var uppi á hanabjálka í háu fimmhæða húsi og líktist meira skáp en herbergi. Konan sem leigði honum og sá honum einnig fyrir fæði og þjónustu bjó á hæðinni fyrir neðan og í hvert sinn sem hann fór út varð hann að ganga fram hjá eldhúsdyrum hennar, sem jafnan voru galopnar fram á stigapallinn. Og í hvert sinn sem ungi maðurinn gekk þar hjá greip hann einhver sjúklegur ótti sem sem hann skammaðist sín fyrir og sem kallaði fram grettu á andliti hans. Hann skuldaði húsmóður sinni mikið og var hræddur við að mæta henni."
Og svo byrja!
Nú lágu Danir í því
Hinn hálf íslenski Tómas Þórðarson komst ekki áfram fyrir hönd Danaveldis, vors gamla drottnara, í Júróvisjón í gærkvöldi. Þar misstum við af 10-12 stigum.. En það skiptir minnstu þar sem einhvert af Balkanlöndunum eða þar nálægt mun sennilega vinna...sama hvort lagið sé gott eða ekki..
Ég fylgdist auðvitað grannt með gangi mála og skemmti mér alveg ágætlega yfir fáránlegum framlögum ýmissa Evrópuþjóða. Það sem var svona helst til að skemmta sér dável yfir var til dæmis hinn bosníski Deen, sem Jónsi stældi um daginn við miklar undirtektir viðstaddra, en reitti Deen og félaga til reiði.
En ég verð að tjá mig aðeins um Ísrael. Helló! Fyrst verð ég nú að nefna það sem manni kemur til hugar á hverju ári.. Hvað er Ísrael að gera í evrópskri söngvakeppni? Síðast þegar ég vissi var Ísrael við botn Miðjarðarhafs, nálæt Sýrlandi, Jórdaníu, Líbanon ofl, og þau lönd eru öll í Asíu og Ísrael líka síðast þegar ég gáði. Kannski er sjónvarpsstöðin þeirra bara evrópsk.. ég veit ekki. Ókei, ég sætti mig svo sem alveg við þáttöku þeirra.. En þvílíka hræsnin hjá þessu liði.. að senda skrækróma gelding til að syngja um frið og hamingju í heiminum! Þetta er svipað fáránlegt og að George Bush notaðist við anti-byssueignarþema og drægi úr stríðsæsingum í kosningabáráttu sinni...
Nýja Lúkkið Keisarans
Well Well.
Þá er maður búinn að söðla aðeins um. Ágætt að breyta til býst ég við.
Og núna er ég líka búin að setja þessa fínu mynd, þannig að fólk getur gert sér í hugarlund hvernig manneskjan bakvið skjáinn lítur út.. humm humm.. :D´
Ég er farin að hlakka mikið til næstu viku, því þá munum við systur og móðir okkar halda til Danmerkur, í Kóngsins Köbenhavn, að gera það sem konum fer best....að drekka bjór!! Ég mun taka símakvikindið mitt með mér þannig að fólk getur kíkt inná mBloggið mitt og séð hvað drífa mun á daga okkar.. 4 kallalausar kellingar í Köben með kort... þetta verður skrautlegt :)
Upprisan
Þá er maður risinn upp frá Dauðum.... Eða næstum því. Það er búið að vera svo atburðalítið að maður hefur ekki fundið neina löngun til þess að blogga. Núna eru próf í menntaskólanum og ég sit hérna og fylgist með því að einhverjar eftirlegukindur séu ekki að svindla á prófunum. Haha! Ég man nú þegar ég svindlaði á prófi hérna í gamla daga.. humm.. ég ætti kannski ekki að setja það á netið, vil helst halda enn í stúdentsprófið mitt...
Ég nenni ekki að finna neina bók núna til að spyrja um. Fólk verður bara að halda áfram að bíða spennt eftir því.
Jæja.. best að halda áfram við að... já.. deyja úr leiðindum.
Próflok og vont veður
Jæja, þá er próftíð lokið hjá manni og núna tekur frelsið við.
Þó að það sé kominn 5. maí hérna á hjaranum, þá er það langt í frá að vorið sé komið, hvað þá sumarið.. Undanfarna daga hefur verið snjókoma og ískalt. Ég held að veðurguðirnir hafi gleymt að uppfæra dagatalið sitt. Verst að það er ekki hæt að hringja í þá og kvarta yfir vanrækslu í starfi. Ég hef amk ekki rekist á dálk með símanúmerum veðurguða á gulu síðunum. Það er samt eins gott að þeir fari að taka sig á, annars verð ég brjáluð og þá er fjandinn fyrst laus.
Próf framundan
Smá frí frá bloggeríi, þar sem maður hefur verið að læra undir próf sem er á morgun. Batnar allt þegar það er búið.
Mazeltov.