föstudagur, apríl 28, 2006

104 Reykjavík

Þá er fyrsta prófið búið... get ekki sagt að mér hafi gengið of vel, þar sem ég las ekki nærri því nógu mikið.. svona er þetta þegar maður frestar verkefnum fram á síðasta dag... maður er alltaf jafn gáfaður.. en já.. bara eitt próf og ein ritgerð eftir og þá er ég búin.. þjóðminjasafn og svo flytja. Jájá, við Vilhjálmur fengum mjög fína íbúð í hverfi 104, erum rosa glöð með það, frábært eldhús og fullt af skápaplássi.. já og auðvitað aukaherbergi undir tölvur, bækur og lærdóm- og síðast en ekki síst; barnastrolluna hans Vilhjálms.
Það er alveg greinilegt að maður er farinn að eldast þegar maður verður rosalega spenntur yfir góðu eldhúsi og skápaplássi..... svo ekki sé minnst á geymsluna!!! Þvílík sæla!

mánudagur, apríl 24, 2006

Flytja hvert?

Ferlega ætlar maður ekki að standa sig í þessu. Ég ætti kannski að hætta að reyna að afsaka mig og bara líta á björtu hliðarnar... ég er jú að blogga núna!
Annars er lítið að frétta af austurvígstöðvunum. Fjárans próf eru framundan og ég er alltaf jafn vel undirbúin undir þau....*brjálaðhóstakast*...

Við vorum að skoða íbúð áðan. Ansi fín 3ja herbergja íbúð. væri fínt að fá hana. Maður heldur bara í vonina um að hafa ekki verið eins og asni. En ég er oftast eins og asni, þannig að það ætti ekki að fara að breytast í bráð.

Jæja, ég ætla að fara að sleppa því að lesa undir próf og geispa yfir The O.C., þættinum með 25 ára anorexíuunglingunum og 32 ára foreldrunum. Allt er hægt í Hollywood. Flyt þangað næst.

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Þjóðminjasafnið

Þá er það opinbert. Ég flyt ekki vestur í sumar. Ég fékk nefnilega vinnu á Þjóðminjasafninu, sem er alveg kjörið fyrir nörda eins og mig. Er bara mjög ánægð með það, þar sem ég þarf ekki að standa í flutningum milli landshluta einu sinni enn, en mér þykir það skelfilega leiðinlegt. Svo fer ég heldur ekki frá Villanum mínum, sem er mjög gott.. erum bara að fara að spá í að finna einhverja íbúð til að hola okkur í, þar sem stúdentagarðar vilja bara leigja pörum sem eru bæði í HÍ. bölvaðir leiðindapésar!