104 Reykjavík
Þá er fyrsta prófið búið... get ekki sagt að mér hafi gengið of vel, þar sem ég las ekki nærri því nógu mikið.. svona er þetta þegar maður frestar verkefnum fram á síðasta dag... maður er alltaf jafn gáfaður.. en já.. bara eitt próf og ein ritgerð eftir og þá er ég búin.. þjóðminjasafn og svo flytja. Jájá, við Vilhjálmur fengum mjög fína íbúð í hverfi 104, erum rosa glöð með það, frábært eldhús og fullt af skápaplássi.. já og auðvitað aukaherbergi undir tölvur, bækur og lærdóm- og síðast en ekki síst; barnastrolluna hans Vilhjálms.Það er alveg greinilegt að maður er farinn að eldast þegar maður verður rosalega spenntur yfir góðu eldhúsi og skápaplássi..... svo ekki sé minnst á geymsluna!!! Þvílík sæla!
4 Comments:
Barnastrollu.... það vita allir að ég er að búa til afrit af sjálfum mér svo ég deyi ekki út
Velkomin í heim okkar hinna Sigrún mín og gangi þér vel með strolluna hans Villa ;)
Ps. þú getur fengið mína lánaða af og til mér veitir ekki af smá afslöppun ;)
það er af sem áður var... ekki vorum við nú með mikið skápapláss í herberginu okkar fyrir norðan! eldhúsið var nú svo sem ágætt, fyrir utan það að þurfa að deila því með 4 öðrum... ;)
Hehehe!! Jább þú ert orðin gömul Sigrún mín! Ég kannski býð þér í heimsókn við tækifæri og sýni þér skápana mína ;)
Kv Kristín
Skrifa ummæli
<< Home