fimmtudagur, apríl 06, 2006

Þjóðminjasafnið

Þá er það opinbert. Ég flyt ekki vestur í sumar. Ég fékk nefnilega vinnu á Þjóðminjasafninu, sem er alveg kjörið fyrir nörda eins og mig. Er bara mjög ánægð með það, þar sem ég þarf ekki að standa í flutningum milli landshluta einu sinni enn, en mér þykir það skelfilega leiðinlegt. Svo fer ég heldur ekki frá Villanum mínum, sem er mjög gott.. erum bara að fara að spá í að finna einhverja íbúð til að hola okkur í, þar sem stúdentagarðar vilja bara leigja pörum sem eru bæði í HÍ. bölvaðir leiðindapésar!

3 Comments:

At 6/4/06 21:10, Anonymous Nafnlaus said...

Á að skella upp hringunum næst ;) Við þurfum nú að fara að undirbúa hitting við "gömlu" vinkonurnar! Fáránlegt að hittast ekkert en búa á sama stað nánast.

Kv Kristín

 
At 10/4/06 12:04, Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með vinnuna elsku litla systir það verður ánægjulegt að hafa þig hér í sumar :)

PS. læt hér fljót með stjörnuspána þína !!!

Steingeit (21. desember - 20. janúar): Þú ert stífur og vansæll vinnualki,fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf að skipta þér af öðrum og segja þeim að gera það sem þú getur ekki gert sjálfur. Þú ert snobbaður og
þráir stöðutákn, enda með minnimáttarkennd sem þú heldur að hægt sé að
breiða yfir með titlum og merkjavöru.


Í hvaða merki er Villi ?

Kveðja Harpa

 
At 14/4/06 04:26, Blogger Marianna said...

Til lukku með vinnunna og vá hvað ég sé þig sátta með að vinna þar:)
Sorry hvað ég læt ekki nóg heyra í mér, þú ert alveg jafn æðisleg fyrir það.

 

Skrifa ummæli

<< Home