miðvikudagur, mars 08, 2006

Meðal-

Það endaði með því að ég neyddist til að blogga aftur.
Lítið að frétta af suðurvígstöðvunum...
Ég er að pirra mig á skólanum, vorinu, prófunum, verkefnunum og nánast öllu sem hægt er að pirra sig á. Einu hlutirnir sem ég er þokkalega sátt við í mínu dagsdaglega lífi er veðrið, það er sól úti í dag, og svo auðvitað hann Villi minn, sem er alltaf svo þolinmóður og æðislegur við mig, sama hversu pirruð og leiðinleg ég get verið.. já þið sem þekkið mig vitið alveg hvað hann þarf að ganga í gegnum...
Ég pantaði mér sumarbústað um helgina í Gnúpverjahreppi. Hlakka til að eyða helginni þar, í heitum potti með bjór. Nokkuð fínt bara, geri þetta of sjaldan. Þekki engan sem á bústað sem ég get fengið lánaðan- (hvað er þetta með ykkur kæru vinir og ættingjar?!?!?)- og er heldur ekki í neinu starfsmannafélagi, þar sem ég er bara aumur námsmaður sem á bara að vera heima hjá sér að læra, þannig að ég fór bara á netið og fann þennan líka fína bústað á 13 þúsund kr per helgi. Finnst það ágætlega sloppið.
Eníhá, eins og áður sagði hérna í þessari færslu þá er það vorpirringurinn sem er farinn að láta á sér kræla. Ekkert sumarfrí- engin sólarströnd, borgarferð eða hringferð. Ástæðan: engir peningar. Ég þoli ekki að eiga ekki peninga. Verst að ég hafi ekkert viðskiptavit, enga snilligáfu eða frábæra hugmynd sem mun gera mig ríka. Meðalmennskan ræður ríkjum og ég er föst inní henni. Ég mun sennilega neyðast til að flytja til Ísafjarðar í sumar til að vinna. Ekki það að mér finnist það leiðinlegt, Ísafjörður getur verið alveg hreint ágætur á sumrin, það er bara leiðinlegt að skilja aumingja Vilhjálm eftir í reiðuleysi hérna í borginni. En hann er víst stór strákur og ég má ekki láta svona smámuni valda mér áhyggjum. Ég mun snúa aftur í haust og rembast við að ljúka mínu námi næsta vor, en þá get ég skellt mér út á vinnumarkaðinn og byrjað í mínu meðalmennskustarfi á meðalmennskuferlinum mínum. Enda er það bara flott, hvað er betra en að vera meðalmanneskja?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home