fimmtudagur, desember 15, 2005

The Game

Jæja jæja...

Í miðjum prófum fór ég á síðuna hennar Hildar og kom mér í klípu.. þarf sem sé að taka þátt í þessum leik :) :

Commentaðu nafnið þitt og ......

1) Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2) Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3) Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4) Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína um þig.
5) Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á.
6) Og ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig.
7) Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta inná bloggið þitt-ef þú hefur eitthvað blogg þeas...


jæja, hver þorir? (Þið allir sem virðast heita því algenga ofurhetjunafni "Anonymous", munið að setja inn hið dagsdaglega nafn sem þið notið í mannheimum....)

20 Comments:

At 15/12/05 09:05, Anonymous Nafnlaus said...

Til merkis mitt nafn
Hafdis

 
At 15/12/05 10:09, Anonymous Nafnlaus said...

kræst Sigrún enn einn leikurinn :S láttu vaða mín kæra ;)

 
At 15/12/05 11:35, Blogger Sigrún said...

ókei Hafdís:

1. Maður kemur aldrei allsgáður út af Stúdentakjallaranum með þér :)
2.Big Mouth Strikes Again með The Smiths. og Scissor Sisters.. þú gafst mér diskinn.. snilld
3.Bjór! :D
4. Dökkhærð stelpa í handritalesturstímum.. og svo auðvitað í orkuveitunni þar sem mér tókst að kynnast ykkur stelpunum :)
5.Önd! Með grænan haus! hahaha! Ennþá pottþétt djók!
6. Hvað á það að þýða að yfirgefa okkur og fara alla leið til Danmerkur??

 
At 15/12/05 11:47, Blogger Sigrún said...

Harpa stóra systir:

1. Ofurmamma!..með mörg börn!
2. Well.. þau eru nokkur.. en Mamma er búin að segja mér Bohemian Rhapsody söguna svo oft að ætli það sé ekki bara lagið.
3. Þessa dagana er það Fresca. Klikkar ekki að það sé Fresca í ísskápnum hjá þér! Annars er rúsínuslátrið sem þú gerir algjört æði... og líka heitu réttirnir þínir..
4. Fyrsta minningin.. hmm ég er auðvitað búin að þekkja þig alla mína ævi.. en það var sennilega þegar þú gafst mér dúkkuna sem talaði í jólagjöf, sem ég skírði eftir þér... var ég ekki 3 ára? var alltaf u´páhalds dúkkan mín.. er enn til einhvers staðar uppi á lofti... nema sá gamli hafi hent henni í tiltektarkasti sem kemur einu sinni á öld...
5. Kisa auðvitað! Við erum kisufólk! Og auðvitað eruð þið mæðgur með ofnæmi fyrir þeim! :)
6. Hvenær á svo að kaupa nýtt hús? hahaha!

 
At 15/12/05 12:01, Blogger Sigrún said...

mamma has sent you a link to a weblog:

Hvað ertu að vaka við svona lagað fram undir morgun, Sigrún mín? Það væri nær að
sofa á þessum tíma.

Blog: Much ado about nothing
Post: The Game
Link: http://dj-shit.blogspot.com/2005/12/game.html

Hvaðeretta mamma... maður verður nú að taka sér smá frí frá lærdómnum.....!

 
At 15/12/05 12:13, Anonymous Nafnlaus said...

Og svo ég!

Siggið

 
At 15/12/05 12:28, Blogger Sigrún said...

1. Það er alltaf hægt að treysta á það að þú sjáir skondnu hliðina á hlutunum.
2. Hmm.. Slatti af Queen lögum... Mustapha, Fun it, Drowse... lög sem við flissuðum af textanum af forðum daga..
3. Kakó.. þegar við sátum og hlustuðum á Rás 2 og "spáðum" í spil eða spiluðum olsen... og þurftum að vaska spilin upp af því "einhver" frussaði kakói yfir þau... já svo má ekki gleyma instant cappuccinoinu frá nestle.
4. Man nú óljóst eftir því þegar þú varst ekki enn komin í heiminn í kúlunni á henni Ingu, þegar enn var búið á Hlíðarveginum..og óljós minning um lítið nærri sköllótt kvikindi starandi á mig stórum augum.. En sú ljósasta er sennilega þegar ég fór út að labba með þig í kerru og þú stökkst uppúr henni til að fá þér tyggjó... uppúr götunni :D
5.Köttinn hann Fúsa. Hann lengi lifi!
6.Ætlar þú að gera þig að fífli í mínu brúðkaupi, eins og ég gerði í þínu? haha! :)

 
At 15/12/05 22:42, Anonymous Nafnlaus said...

Já ég vil líka :-)))
Hilsen Hildur

 
At 16/12/05 18:51, Blogger Sigrún said...

1. Það er aldrei lognmolla að djamma með þér! :D
2. Michael með Franz Ferdinand... Einhver lög af disknum sem við hlustuðum mikið á á rúntinum 98.. úr einhverri mynd...Spawn! :D haha
3. hmmmmz.. einhvern drykkur sem þið Björn gáfuð mér þegar kom í heimsókn.. Mojito? very good
4. þú í sundi í grunnskóla... varst alltaf með þeim fyrstu meðan ég var enn á 3. ferð :D hehehe
5. Björn! haha!
6. Á ekki að skella sér á Franz næst?

 
At 16/12/05 20:26, Anonymous Nafnlaus said...

Ú, ég líka. Grunar nú hvaða lag þú setur inn:)
Eyrún

 
At 17/12/05 17:18, Blogger Sigrún said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 17/12/05 17:20, Blogger Sigrún said...

Eyrún blómarós!

1. þú hefur mjög fyndinn (aka sktrítinn) tónlistarsmekk..... Edith Piaf og Raggi Bjarna! haha
2.Lagið já ... hahahhah... "ég gef þér allt mitt líf.. allt sem ég veit og skil.. ! Ragga og Bjöggi! Hvenær ætlum við á Ölver að taka þetta lag?? og svo auðvitað "Young girls get out of my mind..." á rúntinum 96 eða 97. með rúðuþurrkurnar á fullu.. Good times.
3.Appelsín, hvað annað?
4.Krumla í grunnskóla.. allir voru handlama eftir þig... strákarnir líka, enda voru þeir líka bara aumingjar flestir :D
5. öh.. Blómálfur! og svo audda öll dýrin sem þú skemmtir þér við að hræða... Lísa... Týra.... þær hvíli í friði ;)
6.Er sveiten bara alveg búen að gleypa þeg?

 
At 17/12/05 17:38, Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha! já, ég verð með einhvern svakalegan gjörning. Var einmitt að rifja upp spilakvöldin um daginn, vorum farnar að skjálfa af koffínneyslu um miðnætti, mamma búin að hringja þrisvar og biðja mig að koma heim og ég alltaf "já bíddu aðeins" og svo var klukkan orðin svo margt að þú þurftir að fylgja mér heim.. jájá haha!
Siggis

 
At 17/12/05 18:47, Anonymous Nafnlaus said...

jæja ástin mín þá er komið að mér!!! Hilsen Guðrún

 
At 17/12/05 22:29, Blogger Sigrún said...

Guðrún ofur-sagnfræðingur :)

1. þú veist meira um kalda stríðið en nokkur sem ég þekki!...og þú ert meistari í að skella 0,5 ltr af bjór ofan í þig á mettíma :D
2. Killer Queen! hvað annað? ;)
3. Möet et Chandon, de Champagne... oui, c'est bon.
4. Orkuveitan, vísindaferð í lok nóv 2004 og mér tókst einhvern veginn að aulast loksins til að tala við eitthvað fólk í sagnfræðinni.. sem voru auðvitað þú, Heiðrún og Hafdís.. sé sko ekki eftir því.
5. Nemó-fisk!
6. á svo ekki að fara að kaupa sér einn Nemó fisk? :D

 
At 18/12/05 19:51, Anonymous Nafnlaus said...

kvitt kvitt :)

 
At 19/12/05 15:13, Blogger Sigrún said...

Anna Sigga Þorlákshafnarmær:

1. Þú ert rosalega duglegur bloggari :)
2. Greatest hits með Jet Black Joe.. man að það var spilað slatta mikið á rúntinum þarna 2002:)
3. Miller's bjór :)
4. Haha.. "Ég er sko stelpa" þegar við hittumst í fyrsta sinn og fórum á djammið.. á Glaumbar.. þú manst restina :D
5. Voffa.
6. Hvenær eigum við svo að fara að hittast? komið alltof langt síðan síðast. Þurfum bara að ákveða einhvern dag með fyrirvara :D

 
At 20/12/05 13:07, Anonymous Nafnlaus said...

Helga Magg hér

 
At 22/12/05 14:30, Blogger Sigrún said...

Helga, afsakaðu biðina.. var aðeins að deyja í prófum...

1. Þú hefur átt möööörg gæludýr...
2. Black með Pearl Jam.. og Alive... og Bailando frá '98 haha!
3. Café Da Vinci... og Íglasías! þó ég muni nú lítið eftir honum :D
4. Það hefur verið í svona 8-9 ára bekk sem ég vissi af þér (þú veist hvað ég hef aldrei tekið eftir fólki mikið...)..vorum ekki saman í bekk fyrr en seint um síðir.. þannig að það var á Reykjum ..hvað 90 eða 91 sem við kynntumst eitthvað sem ég man ljósast eftir þér.. og svo audda í 8. bekk... Axl Rose klúturinn og þungarokkið :D
5. Bara eiginlega allt dýraríkið eins og það leggur sig :D hundurinn Týra, kötturinn Katla, Skjaldbakan Níels, finkan Finnur(var það ekki annars?), naggrísinn Megas (hét samt Axl Rose svona fyrst um sinn..hehehe) osfrv...
6. hvenær eigum við svo að kaupa trommusettið?

 
At 22/12/05 23:55, Anonymous Nafnlaus said...

Var búin að gleyma íglasias. Þessir líkjörar lágu undir skemmdum, alltaf að búa til eitthvað sniðugt. Sjáumst á ferðinni, verð í vínbúðinni öll jólin

 

Skrifa ummæli

<< Home