Loforð sjálfsblekkingarinnar
Lengi vel hef ég reynt að koma lífi mínu í svokallaðar "réttar" skorður, en oftast einhvern veginn virðast allar góðu fyrirætlanirnar fara fyrir ofan garð og neðan. Hérna koma nokkrar góðar fyrirætlanir sem ég hef sett mér í gegnum árin.. sumar þeirra eru endurnýjaðar með nokkurra mánaða/vikna millibili en aðrar skjóta upp kollinum líka nánast á hverju misseri:1. Læra alla virka daga og lesa fyrir hvern tíma. Þessi fyrirætlan mín er svo sannarlega göfug og mikið vildi ég óska þess að ég gæti staðið við hana. En lítill púki býr inni í mér sem heitir "Hvaðerþettaþaðerekkieinsogþessikaflikomiáprófipúkinn" og á ég þann leiða ávana til að hlusta á hann af og til..
2. Vakna alla daga kl. 7.30 þó að ég eigi ekki að mæta snemma alla morgna, heldur nota morgnana til að læra. Enn annar góður málstaður. En..sem áður þá virðist þetta ekki alveg ætla að gera sig... sérstaklega þar sem ég veit ekkert betra en að sofa- og sef ansi fast í þokkabót. Ég minnist á 3 vekjaraklukkur hérna í eldri pósti, en ég er ekki frá því að þær þyrftu að vera fleiri. Að vakna kl 7 eða 8 á morgnana finnst mér vera hin mesta villimennska og gjörsamlega grimmdarlegt.
3. Skera niður alla neyslu á kolvetum og sykri og breyta um mataræði. Jæja, þetta loforð þekkja nú flestir. "Núna ætla ég sko bara að borða grænmeti, kjúkling og fisk og eftir 4 mánuði verð ég búin/n að missa 10 kiló" Yeah yeah... Sama gamla góða platan sem spilar aftur og aftur og maður fær minna samviskubit yfir því að borða þetta prins póló því að "á morgun" byrja ég." Flestir halda einmitt að mánudagar sé algengasti dagurinn hjá fólki til að byrja á matarkúr, en sannleikurinn er sá að "á morgun" er í raun vinsælastur... Þeir sem búa einir og eru í námi ætti sennilega að skilja vanda minn við að fara eftir þessu sykurlausa og kolvetnissnauða mataræði. Það er bara ekki hægt! Maður er sjaldnast heima, hefur ekki tíma/nennir ekki- að útbúa nesti á morgnana (það er fín kaffitería í skólanum) og plús það, þá eru allar heilsuvörur svo suddalega dýrar að það er ódýrara að éta pasta og hamborgara í öll mál en að borða heilsusamlegri mat.
4. Fara í líkamsrækt og koma sér í form. Oftar en ekki er þetta sjálfsblekkingarloforð nátengt sjálfsblekkingarloforði 3 og gengur yfir oftast jafn fljótt þegar á hólminn er komið. Maður mætir "eldhress" í líkamsræktina, skellir sér á þrekhjólið eða hlaupabrettið og reynir að finna út hvernig á að velja prógramm sem tekur oft ansi langan tíma, þar sem svona dót er greinilega ekki idíótprúff... Eftir að prógrammið er valið hefst púlið... og eftir um 15-20 mínútur fer allt að hringsólast fyrir augunum á manni og maður neyðist til að stíga að tækinu reynandi að halda dauðhaldi í reisn sína frammi fyrir öllum fitness gellunum og gæjunum þarna, með því að labba frá tækinu í stað þess að skríða... og þá lýstur næstu hugsun niður : Ég ætti kannski mikið frekar að fara út að labba, þar get ég verið ein/n með hugsunum mínum úti í náttúrunni og engin gömul svitafýla eða gerviljóskur með alltof mikla ljósabekkjabrúnku..svo er það bara mikið hollara að vera úti í hreina loftinu..... -þá hefst það á ný...
3 Comments:
Besta ráðið við þessu er að eignast börn:
1. Komin með vekjara
2. Borða hollt af því að nú þarf að hugsa um fleiri en sjálfan sig
3. Engan frítíma og vel skipulögð fyrir námslestur
4. Illa teigð og annað sigið eftir meðgöngu og þá tekur upp sig gamall metnaður til að verða hasarkroppur
eða hvað?
Þá held ég að allt fari nú fyrst til fjandans fari ég að fjölga mér....
Heyrðu elskan mín þetta er alveg rétt sem hún Helga vinkona þín segir ég ætti nú að vita það !!! Ef ég byggi ein ´þá væri ég slim og flott því það er ekki auðvelt að vera í átaki þegar allt heimilisfólkið er að háma í sig eitthvað gúmmilaði !!! Ég er búin að losna við 3 kíló á 4 vikum !! Og svo eru engar gerviljóskur með ljósabekkjabrúnku í Árbæjarþreki !! Allt sem þarf er vilji !! Go girl go !!
Skrifa ummæli
<< Home