fimmtudagur, september 22, 2005

Indiana Croft

Ég verð að viðurkenna það að mig hefur ekki mikið langað til að blogga undanfarið. Ástæða ókunn.. kannski vegna þess að maður hefur haft um annað að hugsa en blogg.. skólinn byrjaður og allt á fullu..
Kvöldið eftir að ég kom til Reykjavíkur skellti ég mér á tónleika með sómadrengjunum í Franz Ferdinand og skemmti mér líka alveg svona konunglega vel, alveg hreint mögnuð hljómsveit.
Fyrstu vikuna í skólanum kúldraðist ég svo uppi í Skálholti að læra að grafa upp fornleifar.. ég fann því miður engar hauskúpur, beinagrindur, fjársjóðskistur eða múmíur... en þetta var samt rosalega gaman, við vorum um 20 manns sem gistum öll í einhverjum skála þarna í Skálholti.. haha skáli í Skálholti (mikið er maður fyndinn í dag), og maður fékk svona sumarbúðastemninguna á ný, eins og þegar maður fór í sumarbúðir að Núpi í Dýrafirði hérna forðum daga. Blautur, kaldur og moldugur kom maður heim til Reykjavíkur í íbúð fulla af drasli sem átti eftir að ganga frá... en innan skamms var maður farinn að sakna múrskeiðarinnar og moldarpyttanna, þó svo maður væri allur útí sárum og blöðrum og með brotnar og skítugar neglur... klikkun? Einhvern tímann verð ég sko góð blanda af Indiana Jones og Löru Croft!

1 Comments:

At 23/9/05 15:30, Anonymous Nafnlaus said...

haha!
sá nú frekar fyrir mér blöndu af indie og ásthildi cecil..
en þetta hljómar skemmtilega. Gott að þér líkar þetta, kemur full af áhuga í skólann.
Kveðja
JFK
neei..
Sigga

 

Skrifa ummæli

<< Home