It lies in the eyes upstairs
Nú þegar ég hef tekið að mér afleysingar á gistiheimili í vikutíma verður mér oft brugðið við hversu skelfilegur maður er í enskunni.. Aldrei datt mér í hug að ég talaði svona lélega ensku! Það er nú samt ekki málið að ég kunni ekki ensku.. ég les hana, skrifa hana, skil hana og tala hana.. En að tala allt í einu ensku bara svona upp út þurru hérna á Íslandi finnst mér alveg ægilega óþægilegt. Það er eins og ég þurfi að kúpla mig úr íslenskugírnum og inní enskugírinn.. og það getur nú bara tekið smá stund sko, sérstaklega þar sem maður hefur lítið verið erlendis eða einhvers staðar þar sem maður notar enskuna mikið.. maður verður því eins og álka að reyna að tjá sig á engilsaxneskunni.. Reyndar hjálpar það nú manni ekki að maður er alltaf að snúa út úr og tala enskíslensku og þegar maður er að tala við útlendinga gleymir maður sér stundum og heldur þessu háttalagi áfram: "Jess, jú gó dán ðe tröpps...Æ mín stepps!" Eða þegar maður ætlar að segja að eitthvað eigi eftir að koma í ljós, hrynur allt í einu út úr manni: "It comes in light!" og fólk horfir á mann eins og maður sé eitthvað undarlegur...Yes, there's a lot of weird stuff in the cow's head...
3 Comments:
já kannast við það félagi að vera ryðgaður þegar maður fer allt í einu að tala engelsaxneskuna!!
Sjáumst hressar á næstu helgi :-)
Hildur
Thu hefdir att ad koma med mer ut ad aefa thig!!! Thu kemur med naest... Love from the states Gigi
HEy, er ekkert að frétta í bílamálunum?
Skrifa ummæli
<< Home