Alltaf gaman í prófum
Well, félagar.Þá er ég búin með 1 próf og 2 eftir.
Það verður sko tekið vel á djamminu efir allan þennan hrylling skal ég segja ykkur. Er samt komin á að að ég eigi ekki að drekka bjór... hann á það ti að fara eithvað öfugt ofan í mig... ég verð yfirleitt svo ofurglöð.. allir eru bestu vinir mínir og allt rosa gaman...það er svo sem ekkert að því, nema hvað að þá á ég það einmitt líka til að gera mig að fífli.. týna öllum eigum mínum, rústa íbúðinni minni..... og muna svo ekkert eftir því.. Eftir bjórdrykkjukvöld hef ég einmitt vaknað heima hjá mér.. ekkert skilið í því hvernig ég komst heim og spáð í því hver í fjandanum henti öllum fötunum inní fataskápnum mínum á gólfið... það kom auvitað í ljós að það var ég sjálf... og hafði einmitt rifið sturtuhengið niður í leiðinni.. já þessi bjór er stórhættulegur! þó undarlegt megi virðast, þá er ég mikið stilltari ef ég held mig við eitthvað annað...
En mikið hlakka ég til próflokadjamms!
2 Comments:
Þú veist að maður á ekki að vera að hugsa um bjór þegar maður er í prófum dúllan mín! Algjörlega bannað, enda er bjór verkfæri djöfulsins! Viltu vera í liði með honum? Sama liði og Dr. Mengele grrr... ;)Nenni ekki að vera hérna lengur :( vil fara heim og gera eitthvað skemmtilegt!!! ;) Er í Lögbergi að hlusta á ykkur tala um einhverja gaura úr fornöld!!! úff hvað það er leiðinlegt!!!
Halló halló góðan daginn!!! Ef það á að taka á djamminu eftir próf hvernig verður það þá??!! Ég býð nú ekki í það, þú ert búin að vera ansi öflug þennan veturinn.
Skrifa ummæli
<< Home