Algjörlega tilgangslaust
Eyrún, ég á eftir að ná mér niðri á þér fyrir þetta klukk!1. Ég þarf að láta amk 3 vekjaraklukkur hringja til að ég vakni á morgnana.
2. Ég hef aldrei farið á sólarströnd (og þeir sem þekkja mig sjá það alveg á litarhættinum á mér...)
3. Mig dreymir um að vera kaffihúsarotta í París með Eiffelturninn í baksýn... og/eða brjálaður fornleifafræðingur við Miðjarðarhafið og í Egyptalandi. Helst allt ofantalið.
4. Ég HATA keðjubréf. Mér skítsama hversu hryllilegan dauðdaga ég mun upplifa ef ég sendi ekki þetta eða hitt keðjubréfið til ALLRA sem ég þekki innan 5 mínútna.. í ruslið með það!!! og þið sem sendið mér keðjubréf: Vinsamlegast ekki gera það aftur ef þið viljið að ég hugsi fallega til ykkar!!
...og að lokum:
5. Freddie er bestur!
...og þar sem ég hata allt svona drasl sem fer manna á milli, þá þvertek ég fyrir það að láta þetta ganga lengra!
Lifið heil.
4 Comments:
bara thrjar vekjaraklukkur......
Hvada hogværd er thad? eg myndi giska a svona 6-7, ef thu kæmir teim fyrir i ibuidinni tinni a gardinum.
Hafdis
Ég hélt að það dygði ekkert minna en Hallgrímskirkjuklukkan á þig kæra systir ;) en í sambandi við keðjubréfin þá held ég að hún systir okkar sé verst í þeim ég reyni yfirleitt að losa mig við þau eins og þú!! Og "Freddie ER bestur engin spurning ! kveðja Harpa
Hey, mig dreymdi þig í nótt. Hvað ertu nú að bralla? Sniðugt að blogga sama hversu ómerkilegt sem það virðist.
Oh ég sem ætlaði að klukka þig!!Má klukka tvisvar??Nei ég skal ekki gera þér það dúllan mín.Gott að þú skemmtir þér vel á Broadway þarna um daginn!!!!Á meðan var ég veik heima,fór samt í krúsina,hehe.Veistu hvað ég var að horfa á í gærkveldi???Highlander,alltaf koma nú tár yfir einu atriðinu:(Góð mynd.Heyrðu hafðu það bara gott og láttu sjá þig næst þegar þú kemur í kaupstað.
Skrifa ummæli
<< Home