föstudagur, september 30, 2005

Algjörlega tilgangslaust

Eyrún, ég á eftir að ná mér niðri á þér fyrir þetta klukk!


1. Ég þarf að láta amk 3 vekjaraklukkur hringja til að ég vakni á morgnana.

2. Ég hef aldrei farið á sólarströnd (og þeir sem þekkja mig sjá það alveg á litarhættinum á mér...)

3. Mig dreymir um að vera kaffihúsarotta í París með Eiffelturninn í baksýn... og/eða brjálaður fornleifafræðingur við Miðjarðarhafið og í Egyptalandi. Helst allt ofantalið.

4. Ég HATA keðjubréf. Mér skítsama hversu hryllilegan dauðdaga ég mun upplifa ef ég sendi ekki þetta eða hitt keðjubréfið til ALLRA sem ég þekki innan 5 mínútna.. í ruslið með það!!! og þið sem sendið mér keðjubréf: Vinsamlegast ekki gera það aftur ef þið viljið að ég hugsi fallega til ykkar!!

...og að lokum:

5. Freddie er bestur!



...og þar sem ég hata allt svona drasl sem fer manna á milli, þá þvertek ég fyrir það að láta þetta ganga lengra!

Lifið heil.

4 Comments:

At 3/10/05 11:00, Anonymous Nafnlaus said...

bara thrjar vekjaraklukkur......
Hvada hogværd er thad? eg myndi giska a svona 6-7, ef thu kæmir teim fyrir i ibuidinni tinni a gardinum.
Hafdis

 
At 3/10/05 12:21, Anonymous Nafnlaus said...

Ég hélt að það dygði ekkert minna en Hallgrímskirkjuklukkan á þig kæra systir ;) en í sambandi við keðjubréfin þá held ég að hún systir okkar sé verst í þeim ég reyni yfirleitt að losa mig við þau eins og þú!! Og "Freddie ER bestur engin spurning ! kveðja Harpa

 
At 11/10/05 10:46, Anonymous Nafnlaus said...

Hey, mig dreymdi þig í nótt. Hvað ertu nú að bralla? Sniðugt að blogga sama hversu ómerkilegt sem það virðist.

 
At 16/10/05 17:46, Anonymous Nafnlaus said...

Oh ég sem ætlaði að klukka þig!!Má klukka tvisvar??Nei ég skal ekki gera þér það dúllan mín.Gott að þú skemmtir þér vel á Broadway þarna um daginn!!!!Á meðan var ég veik heima,fór samt í krúsina,hehe.Veistu hvað ég var að horfa á í gærkveldi???Highlander,alltaf koma nú tár yfir einu atriðinu:(Góð mynd.Heyrðu hafðu það bara gott og láttu sjá þig næst þegar þú kemur í kaupstað.

 

Skrifa ummæli

<< Home