Gúrkutíð
Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið alltof dugleg undanfarið.. hvorki við blogg né heimalærdóm.. maður þarf nú að fara að taka sig á býst ég við.. þessu fer öllu að ljuka, aðeins um 40 einingar eftir að BA prófi, betra að fara að taka sig á.Gott væri nú að finna einhvern blóraböggul til að kenna um þessa leti mína, en mér sýnist að það gangi ekki.. ætli mér sé ekki einni um að kenna.. :S
Ég er auðvitað búin að eyða ansi miklum tíma með Villanum mínum, en hann er nú í vinnu eins og aðrir og ekki get ég reynt að kenna honum um.. heheh.. en ég get sosum ekki hugsað mér betri leið til að eyða tíma... nema kannski að sofa...har har
Annars er lítið að frétta úr heimi Sigrúnar... hef ekkert til að þjösnast eða bölva yfir, nema kannski draslinu heima hjá mér sem virðist aldrei fara þó svo að ég reyni að taka til.. það kemur bara alltaf aftur.. skil þetta ekki..
6 Comments:
hver er villi?
Þú þarft sem sagt bara að lagfæra tvö atriði: Vera duglegri að læra og taka til? mommmm
Já, þú verður að vera duglegri að taka til, annars hóta ég að koma í heimsókn og gera allsherjarhreingerningu! Tek með mér Heiðar og Margréti. Hana nú!
Momm eitthvað að bögga þig ;) en já skil ekki þetta drasl í kringum þig Sigrún mín ;) Það hoppar sjálfsagt út úr skápunum sjálfkrafa en ekki aftur inn ;) en lærdómurinn skiptir meira máli þú verður að vera dugleg systa mín :) Bestu kveðjur úr árbænum (óhætt að kíkja) knús og kyss (Vignir kemur heim á sunnudaginn)
Momm, öðru nafni mamma, er ekkert að ,,bögga´´ Sigrúnu, bara sagði si svona af gömlum vana. Mestu máli skiptir að dætur mínar séu hamingjusamar og hressar. Það að ,,taka til´´ var nú aldrei neitt ,,mega-issue´´ (svo ég sletti)í uppeldinu. En það er gott að stóra systir reynir að bera í bætifláka fyrir þig Sigrún mín...
kveðja, frá mööömmmmmu
Maður kannast svolítið við þessa "tendensa", tiltektargenin hafa ekki yfirhöndina hjá mér!
Kveðja frá hillunum í Nóatúni
Skrifa ummæli
<< Home