mánudagur, apríl 24, 2006

Flytja hvert?

Ferlega ætlar maður ekki að standa sig í þessu. Ég ætti kannski að hætta að reyna að afsaka mig og bara líta á björtu hliðarnar... ég er jú að blogga núna!
Annars er lítið að frétta af austurvígstöðvunum. Fjárans próf eru framundan og ég er alltaf jafn vel undirbúin undir þau....*brjálaðhóstakast*...

Við vorum að skoða íbúð áðan. Ansi fín 3ja herbergja íbúð. væri fínt að fá hana. Maður heldur bara í vonina um að hafa ekki verið eins og asni. En ég er oftast eins og asni, þannig að það ætti ekki að fara að breytast í bráð.

Jæja, ég ætla að fara að sleppa því að lesa undir próf og geispa yfir The O.C., þættinum með 25 ára anorexíuunglingunum og 32 ára foreldrunum. Allt er hægt í Hollywood. Flyt þangað næst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home