Íslandssagan
Þetta hefur verið æði löng fæðing, þetta póst.. Ég hef bara ekki haft mikið til að tuða um undanfarið og hef verið að hugsa um eitthvað allt annað..
Núna sit ég í tíma í Íslands- og Norðurlandasögu 1 og læt mér leiðast alveg heilan helling.. góður námsmaður sem maður er.. Hérna inni sitja um 40 hræður og ég býst við að innan við helmingur sé að fylgjast með.. Ástæðan er að Sagnfræðiskor hefur breytt tímunum hjá okkur, þannig að í staðinn fyrir að einn tími sé 45 mínútur, þá er einn tími heilar 70 mínútur... ómannúðlegt, grimmilegt, og svo ekki sé minnst á: hundleiðinlegt.. hver getur setið í 140 mínútur og hlustað á tuð um einhverja blóðhefndarkalla fyrir 1000 árum? Skárra væri það nú væru það bara 90 mínútur...
Ja well... ég þarf víst að fara að hlusta á ný.
Letin ætlar mann lifandi að drepa
Jæja, ég er nú víst ekkert alltof dugleg við þetta blogg hérna. Lítur ekki út fyrir að ég sé að halda áramótaheit mitt, en ég á þó enn 11 mánuði til stefnu, þannig að ég hef litlar áhyggjur af þessu enn.
Núna reyni ég að vakna á morgnana til að mæta í þennan blessaða skóla hérna. Það er nú meira böðulsverkið að reyna að koma sér á fætur, þetta er engu lagi líkt. Sama hversu mikið maður sefur á frídögum, þá er maður alltaf jafn drungalegur á virkum dögum.. ég vildi að maður hefði bara svona on/off takka til að geta komið sér í gang á morgnana, það væri helvíti dandy. En það er kannski ein önnur töfralausn á þessu vandamáli og það er að fara fyrr að sofa á kvöldin, en mér finnst það bara alltof mikið vesen.. það er fátt jafn gaman og að hanga fram eftir og klóra sér í hausnum.. horfa á endursýningar á skjá einum, horfa svo á eitthvað ruglað á stöð 2 eða bíórásinni og að svo að lokum setja textavarpið á, án þess að nenna að lesa fréttirnar þó...
This is the last day of the rest of your life... Var það ekki einhvern veginn svona?
Engrish

Þarna stendur á japönsku: "Lokið hurðinni til að ljósið kvikni" ...ROCK ON!