miðvikudagur, júní 14, 2006

Forngripirnir og ég

Nettengingin hjá mér virðist koma seint, því ég er enn að nota einhverja opna tenginu sem einhver skynlaus nettengingareigandi á. Takk fyrir félagi, við erum búin að dánlóda fullt af klámi undanfarið alveg ókeypis!
Nei, ekki alveg kannski... maður rétt kíkir á netið svona 4 sinnum í viku til að athuga póstinn..
Að þykjast vera húsmóðir gengur ágætlega, þó að ég sé nú ekki alveg að standa mig í þessu furðulega hlutverki. Enda er ég ekki gerð til húsmóðurverka. Ég hef alltaf verið dálítið úti á þekju hvað viðkemur tiltekt og öðru slíku, eins og flestir sem þekkja mig ættu að vita. En batnandi manni (eða konu) er víst best að lifa og ég reyni mitt besta.. þessi hundur er ekki orðinn það gamall að hann geti ekki lært að setjast. ..humm... málsháttar og orðtök eru greinilega í uppáhaldi hjá mér þessa dagana.. ég sem þoli það ekki þegar fólk er að sletta einhverju svona dóti framan í mig... maður hefur heyrt þetta ótal sinnum en hlustar aldrei..

...

Vinnan mín er frábær. Ekki það að það sé mikill hasar á þjóðminjasafninu... heldur hef ég aldrei unnið á stað þar sem mér líður jafn vel á. Enda er þarna góður félagsskapur. Fyrir utan hina lifandi starfsmenn, sem allir eru kostafólk, þá sveimar andi Kristjárns Eldjárns yfir vötnum og nærvera allra þessara ómetanlegu dýrgripa er frábær. Historical perfume er þetta víst kallað, að fyllast lotningu og/eða kikna í hnjánum þegar maður er nálægt einhverju gömlu sem á sér merka sögu. Ég á amk greinilega heima í þessum geira, sagnfræði/fornleifafræði, þar sem mér finnst allir munirnir stórmerkilegir þarna.... og nei Guðrún og Heiðrún... þetta er ekki fornleifablæti eins og þið viljið kalla það ;)

Allir að koma á þjóðminjasafnið og fyllast lotningu.. það er hollt! :)
Alltaf frítt inn á miðvikudögum.

mánudagur, júní 05, 2006

Um hvíta hrafna og þvottavélar

Þá kom það!
Loksins kemur maður sér að bloggi eftir viðburðaríkan mánuð. Prófin búin og byrjuð að vinna í Þjóðminjasafni vorrar þjóðar. Flutningarnir úr Suðurgötunni og upp í Gnoðarvog gengu alveg ágætlega. Ég gerði þó minnst af því að flytja sjálf, þar sem ég var akkúrat að vinna helgina sem við fengum íbúðina afhenta, þannig að duglegi Villinn minn tók sig til og flutti mest af draslinu mínu með ómetanlegri hjálp þeirra Dagnýjar og Heidda. Fá þau miklar þakkir fyrir :)
Erum enn að koma okkur fyrir smám saman og mest af húsgögnunum sem okkur vantaði eru komin. Eftir eru bara lítið eldhúsborð, 2-3 stólar og örbylgjuofn sem okkur vantar til að eiga svona nokkurn veginn allt til alls.. Það kemur bara smám saman. Okkur líður að minnsta kosti mjög vel hérna og ég kemst bara í form af því að hlaupa upp og niður stigana til að fara með og sækja þvott. Þvottur, já.. Mamma gaf okkur fyrir þvottavél-Ég á sko bestu mömmu í heimi, því verður ekki neitað- ég keypti þessa fínu Electrolux þvottavél.. vá hvað ég elska hana! Hef aldrei átt þvottavél áður og það er alveg merkilegt hvað manni finnst svona dótarí allt í einu merkilegt.. þrátt fyrir að hafa notað svoleiðis í ótalmörg ár og ekki fundist neitt merkilegt við það. Ég er vonandi ekki að breytast í eitthvert furðufrík... skáparnir í íbúðinni um daginn og þvottavél núna.. eins gott að ég fari ekki að fá mér þurrkara strax ..þá fyrst verður allt vitlaust!


Lather, rinse, repeat... as needed.

Later dudes.