miðvikudagur, apríl 28, 2004

Davíð keypti ölið sko ekki í Bónus!

Fjölmiðlafrumvarpið hans Davíðs ætlar öllu um koll að keyra þessa dagana. Hver ætli sé hinn raunverulegi sannleikur að baki þessu?
Er Davíð bara að hefna sín á Jóni Ásgeiri og Bónus-veldinu?
Kíkjum á upprunalega uppkastið til að fá skýrari mynd af þessu máli.. :)

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Vopnin Kvödd.. (Ætli Bush hafi nokkuð lesið þessa..?)

Haldiði að hann Sverrir hafi ekki bara komið með rétta svarið?!?
Þetta var nefnilega bókin Vopnin Kvödd, eða A Farewell to Arms, eftir Ernest Hemingway, en hann fékk einmitt nóbelsverðlaunin ári á undan honum Halla Lax.

Ákvað að fjarlægja næstu málsgrein, þar sem hún virtist ekki falla í kramið hjá sumum... ;) Maður verður stundum að hafa stjórn á kaldhæðninni og fleiru í þeim dúr.....

sunnudagur, apríl 25, 2004

Alveg hreint furðulegt..

Votts góíng on pípol!?!?!?

Þekkir enginn þessa sögu?
Viljiði hint?
ókei..
Þessi skáldsaga er talin ein höfuðskáldsaga höfundarins. Hún gerist á Ítalíu á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar og er í senn beisk úttekt á stríði og ein magnaðasta ástarsaga aldarinnar. Halldór Laxness íslenskaði og ritaði eftirmála.

föstudagur, apríl 23, 2004

Ofmetnaður

Ég er að hugsa um að gerast rithöfundur.. Bara að prófa. Hvað ætti ég eiginlega að skrifa um...?

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Og gettu nú

Well, next book-getraun.

"Síðsumars það ár vorum við til húsa í þorpi þaðan sem sá yfir ána og láglendið til fjallanna. Klettarnir og steinarnir sem stóðu uppúr ánni voru þurrir og hvítir í sólskininu, og í álunum var vatnið blátt og tært og straumhart. Herflokkar fóru framhjá húsinu og niður veginn og rykið sem þeir þyrluðu upp settist á laufið á trjánum. Trjábolirnir urðu rykugir líka og lauffall var með fyrra móti það ár og við horfðum á herflokkana ganga eftir veginum og rykið þyrlast upp og laufið feykjast í golunni og falla og hermenniina ganga og síðan var vegurinn auður og hvítur og ekkert eftir nema laufið."

Í hvaða skáldsögu er þetta?

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Hvenær ætlar Hr. Vor að fara að sýna sig? Ég er ekki sátt við þetta. Maður hélt hérna fyrir páska að vorið væri nú loksins komið og dagar Hr. Leiðindaveðurs væru taldir. En á Íslandi, og þá sérstaklega hérna á útkjálka útkjálkanna, þá getur maður aldrei tekið neitt sem gefið hvað varðar veðrið. Þegar ég verð stór ætla ég að flytja til skemmtilegri landa á veturna.

Og af hverju skrifar enginn í gestabókina mína?? Það getur ekki verið erfitt... Ég er virkilega sár yfr þessu. Fer bara að taka hana út. *sniff*

mánudagur, apríl 19, 2004

Bah...

Ég nenni ekki að skrifa neitt. Enda hef ég ekkert merkilegt að skrifa um.. Lífið hérna á hjaranum er fábreytt og við molbúarnir verðum bara að þrauka veturinn. Nú er nýafstaðin fegurðarsamkeppni Vestfjarða.. Ég fylgdist ekki náið með því fyrirbæri.. en samt fór ég inná einhverja netsíðu og kaus eitthvað.. Kaus samt ekki þær sem urðu í fyrstu 3 sætunum held ég... Kaus bara þær sem mér líkaði best við eða þekkti eitthvað.. ah, svona er maður nú súperfisjal og smáborgaralegur. Ég sem er á móti svona gripasýningum.. kannski er það bara afþví að ég er ekki nógu sæt til að taka þátt í þeim sjálf..? Pæling...

laugardagur, apríl 17, 2004

Maríanna -aka momo- hafði þetta rétt. Bókin sem spurt var um heitir Myndin af Dorian Gray, eða The Picture of Dorian Gray eftir Oscar Wilde. Þetta er frábær bók og virkilega vel skrifuð.. auðvitað, því Oscar Wilde var snillingur. Hann skrifaði aðallega leikrit og smásögur(t.d. The Importance of being Earnest- frábært leikrit) og var mjög frægur í listalífinu í London í lok 19. aldar. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir að vera samkynhneigður og dó í París árið 1900, aðeins 44 ára gamall.


föstudagur, apríl 16, 2004

Jæja ókei..
Þetta er fyrsti kafli skáldsögunnar sem ég er að spyrja um-hitt var nefnilega formálinn, svo ég endurtaki það nú..:

"Vinnusofan var full af höfgum rósailmi og léttur sunnanvindurinn lék sér meðal trjánna í garðinum. Inn um opnar dyrnar bar golan þunga angan ilmþyrnisins og hina fíngerðari angan rauðblómgaðs þyrnis."


Þetta er sko ein skáldlegasta byrjunarsetning sem til er...
Þið hljótið að hafa þetta núna. :)

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Það hefur borið á því að fólk vilji fá verðlaun fyrir rétt svar hérna á þessari síðu -ég nefni engin nöfn.. ;) en eru það ekki bara verðlaun í sjálfu sér að fá að svara þessu? haha!
Jæja.. hér er samt næsta getraun. Ef enginn svarar þessu rétt , þá kem ég með aðeins meira af texta. Ég vil taka það fram að þetta er formálinn sem hefst á þessum orðum hér á eftir, en kannski ég setji fyrstu orð fyrsta kafla ef enginn svarar rétt. Þetta er nú samt ekki erfitt, sko... Well, gúdd lökk!

Hvaða skáldverk hefst á þessum orðum:

"Listamaður er skapari fagurra hluta.
Það er markmið listar að opinbera list en fela listamanninn sjálfan.
Gagnrýnandi er sá sem tjáð getur með nýjum hætti eða í nýju efni skining sinn á því sem er fagurt.
Æðsta gagnrýni og hin vesælasta eru hvort tveggja með vissum hætti sjálfstjáning.
"

Hefur þetta einhver?

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Loksins eru þessir páskar búnir. Komin með nóg af þessu ballfári sem grípur menn og mýs yfir hverja einustu hátíð. Ekki það að maður hafi ekki gaman að því að skemmta sér, það er ágætt að sletta aðeins úr klaufunum og lyfta sér aðeins upp endrum og eins.. það er frekar það að stundum virðist þetta vera einhver kvöð.. "Hva.. ætlarðiu ekki að koma að djamma?".. þó svo að maður sé skelþunnur eftir kvöldið áður... Já, maður er orðinn of gamall fyrir þetta. Kannski að ég fari bara að frelsast.. þá kemst ég vonandi til himna þegar ég dey..

Jújú.. þetta mun hafa verið hún Salka Valka.. óþarfi að nefna höfundinn.. hann þekkjum við öll...

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Jæja, næsta bók.
Þetta er líka mjög létt dæmi.. gangi ykkur vel :)

Strandbáturinn athugar sinn gang í blíðu og stríðu, smýgur milli fjallanna miðfirðis, þekkir sig á stjörnum og tindum og missir ekki áætlunardagsins á X við X-fjörð, heldur pípir gegnum mjallrokið. Í reykingaskálanum á fyrsta farrými eru tveir prúðbúnir langferðamenn að sunnan að tala saman um ljósglæturnar í þorpinu, eitthvað á þessa leið: ...

Ég tók burtu staðarnöfnin og setti X í staðinn og hagræddi aðeins svo þetta sé nú ekki of auðvelt..

mánudagur, apríl 05, 2004

Jæja.. Síðasta bókagetraun var nokkuð skondin. Enginn kom með rétta svarið, en hún Sigga var nú mjög nálægt því með Sense and Sensibilty. Sannarlega var þetta úr bók eftir Jane Austen, en hún ber nafnið Hroki og Hleypidómar, eða Pride and Prejudice á engilsaxnesku.
Mæli með henni fyrir þá sem hafa gaman að lesa þessa tegund bókmennta. Skemmtilegar lýsingar á lífi efri millistéttar í Englandi í upphafi 18. aldar. Margar mjög skemmtilegar persónur, sem maður annað hvort elskar eða hatar..eða bara bæði oftast.
Gesundheit.