fimmtudagur, október 14, 2010

Að vera jákvæð

Það er komið haust í Reykjavík og ég þykist enn ætla að blogga áfram..
Þessa dagana er ég að vinna í kvíðanum. Ég hef kviðið öllum fjandanum á minni lífsleið. Ég veit ekki hvort ég ætti að fara í einhverjar upptalningar, en listinn er æði langur. En með því að reyna að fókusa á einn dag í einu, ekki hugsa of langt inn í framtíðina, þá kemst ég af. Hugarafl, Unghugar og fuglarnir mínir halda mér við viðfangsefnið. Ég er rosalega heppin að eiga svona góða að, hvort sem það eru fuglar, stofnanir eða mannverur.
Ég reyni að halda í bjartsýnina sem mér hefur hlotnast upp á síðkastið og held áfram að vona hið besta.
Svartnættið getur verið sæmt, en það getur birt til.