Eitt blogg í mánuði, er það málið?
Það gengur nú bara svona á sumrin krakkar mínir. -og stundum reyndar á veturna líka.En ég hef góða afsökun, því hann Sölvi minn var lasinn og þurfti á upplyftingu að halda. Hann fór því í viðgerð í EJS, fékk glænýtt móðurborð í sig (þarf reyndar að laga skjákortið eitthvað og eitthvað annað á tölvunördamáli, en hann Villi minn sér nú um það fyrir okkur), og býð ég því hann Sölva margvelkominn aftur í netheima, ég saknaði hans mikið. Ég þurfti að sætta mig við að fá fartölvuna hans Villa lánaða til að komast í Bubbles (Villus var nú ekkert of glaður með það), en það er nú fyrir neðan mína virðingu að nota Medion tölvu þegar maður er vanur að notast við Sölva Von Dell. *snobb*
En jæja ég ætla að fara að njóta þess að vera í 3 daga fríi, vaka frameftir og vakna seint.
Ta ta.
---Bæ ðe veij kæru vinir og ættingjar; það fer hver að verða síðastur að heimsækja mig í Fornmunasafn Hinnar Íslenzku Þjóðar, því ég á aðeins tvær vaktir eftir þar. Eftir það tekur Dauðans Alvara við, þ.e. skólinn.