Bíóferð Dauðans
Ég fór í bíó um daginn. Sá myndina Alexander, sem fjallar um Alexander mikla. Það er nú ekki í frásögur færandi nema hvað, að bíósalurinn var hreinlega fullur af FM-hnökkum, tístandi stelpum og ég veit ekki hvað og hvað. Ég er ekki frá því að egótripps hnakkarnir af kallarnir.is hafi setið við hliðina á okkur Línu systur. Indælt...
En já, aftur að myndinni. Eins og alþjóð veit, var Alexander mikli makedónískur herforingi og konungur og réði yfir herjum Grikkja á 4. öld fyrir Krist. Hann réðist inní Egyptaland, Persíu og löndin fyrir botni Miðjarðarhafs og tók völdin þar. Hann reyndi að taka Indland undir sig, en varð frá að snúa. Eníhá...þá er alkunna að á þessum tímum þótti lítið til koma þótt karlmenn lægju saman og áttu í ástarsambandi. Þetta var bara eitthvað sem þótti eðlilegt. Ást milli karls og konu var ekki jafn göfug og milli 2 karlmanna. Menn giftust konum, en áttu oftar en ekki í sambandi við karlmann, en það þótti ekki vera framhjáhald. En jæja. Í þessari mynd um Alexander, sem var leikinn af ljóshærðum Colin Farrell, kom greinilega fram þessi hlið á lífi Grikkja. Alexander átti í sambandi við karlmenn og þá aðallega vin sinn Hephaistion, sem var leikinn af hinum snoppufríða Jared Leto. Alltaf.. og ég meina ALLTAF þegar "rómantískt" eða vottur af kynferðislegu atriði var milli karla þá heyrðist víða að úr salnum "HOMMI!" "OJ!" og svo auðvitað hin óumflýjanlegu fliss í kjölfarið. Einmitt þegar fyrsta atriði þeirrar tegundar í myndinni var þá heyrðist allhátt í ljósabekkjabrúnu strípuðu hnökkunum við hliðina á okkur : "var hann hommi?" með miklum undrunartón... "haaaa?"
Það ætti ekki að hleypa svona fólki nálægt venjulegu fólki....
Mér fannst þessi mynd bara fín, þó að bjálfarnir í salnum hafi verið ansi truflandi á köflum, og var einmitt sérstaklega ánægð með þessa hlið sem Oliver Stone sýndi. Hún hefur ekki fengið góða dóma og þá sérstaklega ekki í Bandaríkjunum(sem er, by the way, fordómafyllsta þjóð í heimi). Það vil ég bara skýra með því að fólk er ennþá svo svakalega forpokað og fordómafullt að ekkert má bregða út af þessu áætlaða normi sem við eigum helst öll að lifa eftir. Allir eiga að vera steyptir í sama mótið, allir fallegir og allir eins. Allar myndir eiga að vera með karli og konu sem eiga að enda saman að lokum.(note: ekki fussar fólk og sveiar þegar konur kyssast í myndum.. og í guðanna bænum ekki hugsa: "en það er allt öðruvísi.." það er það bara ekki neitt!)
Við getum ekki alltaf ætlast til þess að hlutir hafi alltaf verið eins og þeir eru í dag. Það voru allt önnur sjónarmið á þessum tímum og það sem þótti sjálfsagt þá situr undir fordómum hjá okkur og svo öfugt. Maður þarf ekki nema að fara til annars lands til að finna eitthvað sem er allt öðruvísi en í okkar nútíma þjóðfélagi.
Notum tækifærið. Verum fyndin.
Draumalandið
Vill einhver bjóða mér þangað???? Plís...
Afmælisbarn dagsins
..er ég!
Ég vil nota tækifærið og óska sjálfri mér til hamingju með daginn, en í dag er ég 26 ára- hvorki meira né minna.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en ég bendi fólki á ÁTVR, vilji það minnast mín.
Ár Ellinnar
Crap...
Þarf maður ekki annars að óska fólki gleðilegs árs? Gleðilegt nýtt ár og allt það sjitt.
Annars er ég ekkert ánægð með að árið 2005 er komið. Það þýðir bara að tíminn líður miskunnarlaust áfram og tekur ekkert tillit til fólks sem vill ekki eldast.. og sérstalega ekki nálgast þrítugt. Meira vesenið.
Núna er Bær Dauðans að fyllast af snjó og allt í háaloft út af snjóflóðahættum. Lífið er því ansi rólegt hérna hjá okkur sófakartöflunum og ég virðist aldrei getað hætt að sofa... það er eins og ég hafi aldrei sofið áður.. helvíti þægilegt.. þ.e.a.s. þegar ég fæ frið til þess að sofa, sem er sjaldan eftir hádegi.. þetta er víst það sem maður þarf að venjast við að umgangast familíuna.. þau halda alltaf áfram að reyna að vekja mann þótt það hafi reynst tilgangslaust undanfarin ár.. þrjóskan ha..?
Well.. ég skal reyna mitt besta til að uppfylla áramóta heitmitt um fleiri blogg, en ég lofa engu, því eins og venjulega ana ég úr einu í annað eins og mér einni er lagið..
Later.