föstudagur, júní 18, 2004

Afmæli út um allt

Langar bara minnast á það að hún Lína systir mín átti afmæli í gær, ásamt Lýðveldinu. Til hamingju Lína og Lýðveldið ;)
Svo á Sir Paul MacCartney afmæli í dag, hann er 62 ára kallinn. Til hamingju Paul!

By popular request...

...Þá mun ég halda áfram með hina "ekkisvoreglulegu" bókagetraun. Gjörið svo vel:

"Við vorum í tíma þegar rektor birtist með nýjan nemanda. Hann var borgaralega klæddur og á hæla honum kom vikapiltur sem hélt á stóru púlti. Þeir sem höfðu dottað hrukku upp og allir ruku á fætur eins og þeir hefðu verið truflaðir í miðjum klíðum.
Rektor gaf okkur merki um að setjast og sneri sér síðan að kennaranum:
-Herra Roger, sagði hann í hálfum hljóðum, ég fel yður þennan nemanda, hann á að byrja í fimmta bekk. Ef nám og hegðun gefa tilefni til flyst hann í efsta bekk eins og aldur hans segir til um."


Og hvaða bók haldiði að hafi þessa byrjun hér fyrir ofan?
Góða skemmtun.

mánudagur, júní 14, 2004

Tilgangurinn?

ÆJ fjandinn, ég nenni ekki að vera heimspekileg núna.. það fer alltaf útí einhverja vitleysu.
Seinna þegar ég hef eitthvað heimskulegra að segja.
Wiedersehen.

laugardagur, júní 12, 2004

Reign of terror?

Þetta hefur verið erfið fæðing, þetta póst. Ég hef hvorki haft þrek né vilja til að setjast niður við skriftir undanfarna viku, bæði sökum þreytu og hugmyndaleysis. Þreytan er nú aðallega orsök þess að núna er maður farinn að vinna á fullu og engin miskun er gefin þegar maður vinnur með unglingum.. þetta venst nú allt smám saman..
Núna er hálfgerð veðurleysa hérna á Ísafirði og manni finnst eins og allt sé hálf dautt þarna úti.. enginn vindur, engin sól, ..ég hef auðvitað ekki farið út fyrir hússins dyr í dag, því að svoleiðis geri ég ekki á laugardögum nema ég neyðist til þess. Alveg nóg að fara út hina dagana..
En mikið svakalega er ég orðin þreytt á þessum pólitíkusum í sjónvarpinu.. hvort sem það eru málpípur Davíðs, Þorgerður Katrín og hin jakkafataklónin(svo það sé ekki minnst á leiðinda fígúruna Hannes Hólmstein) eða fulltrúa stjórnarandstöðunnar.. báðir hlutar eru með áróður í gangi sem mér finnst vera orðinn alveg skelfilega leiðingjarn.. sama röflið alla daga; Herra D og klónin hans gera sitt besta til að rægja forsetann okkar og segja hann vera ganga erinda Baugsliðsins(sem by the way urðu svona valdamiklir vegna stefnu sjálfstæðisflokksins...) og svo hinir sem eru búnir að stilla upp stórskotaliði á stjórnarráðið. Æj, getum við ekki bara talað um eitthvað annað bara í nokkra daga. Dabbi, Óli, Össi, Addi, Steini og Halli..verum bara öll vinir..það gekk í Hálsaskógi, ekki satt? ;)

sunnudagur, júní 06, 2004

Þá er það komið í ljós..


(Veit samt ekki alveg um "the ladies" part....)

fimmtudagur, júní 03, 2004

Rise of the Beast

Þá er maður snúinn aftur til blogg-tilverunnar eftir drjúgt hlé.

Þannig er nefnilega mál með vexti að ég hef verið í burtu frá tölvum í alllangan tíma og hef því lítið verið að nálgast þær.
Ég skrapp til Kaupmannahafnar í smá afslöppunarferð með móður og systrum og skemmti mér alveg prýðilega. Reyndar var ekki mikil afslöppun á okkur því við vorum á ferðinni frá tíu á morgnanna til miðnættis.. í söfnum og skoðunarferðum aðallega og svo smá verslunarleiðöngrum auk þess að fara á veitingahús sem er bráðnauðsynlegt.. Við fórum í Tivoli eitt kvöldið, það hittist auðvitað á a þetta kvöld voru frægar hljómsveitir að spila þar, þannig að ALLT var troðið.. held ég hafi sjaldan séð slíka mannþröng, ekki einu sinni þegar ELKO opnaði og seldi 100 krónum ódýari örbylgjuofna til kaupóðra Íslendinga.
En aftur að Tilvoli. Ég skellti mér ásamt Línu systur í rússíbanann Dæmonen og í nálina, sem er ca 60 metra hár turn þar sem maður fellur niður eins og maður sé í frjálsu falli. Alveg frábærlega gaman.. þvílíkt rush sem maður fær. Mæli með þessu. Rússíbaninn er líka fínn hvað varðar bið, því hún er ekki löng, því það eru alltaf 2 vagnar í gangi og 24 komast í hvern vagn. Við Línus náðum sæti fremstog ég sat yst.. með jörðina bara fyrir neðan mig.. fæturnir bara lausir.. ég hélt ég myndi míga í mig..töffarinn sjálfur, hmmm... En hvað sem við Lína reyndum, þá fengum við ekki eldri eininguna, þær mömmu og Hörpu systur að koma með okkur,við fengum bara þau svör að þær ætluðu sér að koma heilar heim til fjölskyldunnar.. fuss, þvílíkar afsakanir...;) Við fundum upp þá skýringu að með hverju ári og hverju barni sem konur fæða, því loft-og lífhræddari verða þær... og bæði mamma og Harpa eiga 4 börn, þannig að sama hvað við hefðum reynt.. villtir hestar hefðu ekki dregið þær... Þær fundu sér bara stað til að setjast á og fá sér bjór... enda voru þær aðal bjórsvelgirnir í ferðinni, héldu heiðri íslendinga miklu betur á lofti en við Lína þar sem við drukkum frekar svaladrykki svona á daginn...
Svo voru það söfnin. Ég missti mig gjörsamlega í danska þjóðminjasafninu... allur andskotinn þarna.. mig langaði til að koma með tjald með mér og gista svo maður gæti tekið sér nægan tíma til að skoða...og vera ekki að drepast í fótunum útaf hraðferðinni sem maður verður að hafa á á svona stöðum... það er bara ómögulegt að skoða svona staði á einu síðdegi. Maður þarf heila viku.. amk nördar eins og ég..
Svo var það danskan.
Djöfull er ég góð í dönsku! Alveg var maður að meika það að hrafla norðurlanda/ensku/íslensku samsuðuna sína. Systir mín pantaði sér hamborgara á einkar skemmtilegan hátt: "Jeg skal ha en hamburger..og kan jeg sleppe bacon?" Eða er sleppe kannski bara danskt sagnorð? amk fór þjónninn að hlæja en skildi okkur samt... hann er víst vanur svona máli, því allt er morandi í Íslendingum þarna. Miklu meiri líkur á að rekast á Íslending í Köben heldur en á Kaffi Viktor á laugardagskvöldi......

Eftir heimkomu skellti ég mér í bíó í borginni áður en haldið var heim daginn eftir.. Fór að sjá Troy með Brad Pitt sem Akkilles fremstan í fríðum flokki.. Hef ekki mikið að setja út á myndina sem sjálfa.. hún er mjög sjónræn.. flott myndataka og flott hvernig þeir gerðu grísku borgríkin.. Pittarinn svakalega flottur. Alveg ótrúlega fallegur maður svona í pilsi og með sítt ljóst hár.. og handleggsvöðvarnir..úff... Og ekki er Eric Bana síðri (hann stal reyndar senunni af Pitt hvað leik og persónutjáningu varðar). Orlando Bloom var ágætur sem Paris, en fannst hann vera dálítið einsleitur á köflum..en hann braggaðist þegar leið á.. einhvern veginn er hann samt bara Legolas..sérstaklega þegar hann mundaði bogann.
Eric Bana kom mest á óvart í þessari mynd þar sem hann lék Hector, krónprins og herforingja Tróju. Maður helt barasta með honum og á móti Brad Pitt, held að það sé ekki oft sem konur halda ekki með persónu Pyttsins. Ég hef bara öðlast mikið álit á honum (Bananum sko) sem leikara, þar sem mér fannst Hulk vera alveg skelfilega léleg mynd.
Meðferð Illíonskviðu er nú ekkert sérlega staðföst... mjöög Hollywood-legt... sögunni breytt mikið.. Ætla samt ekki að fara nánar út í útskýringar á því þar sem ég vil ekki vera killjoy fyrir þá sem langar að sjá myndina. Mæli amk með henni fyrir þá sem kunna að meta fallega karlmenn... (það eru líka fallegar konur í henni fyrir þá sem eru meira fyrir þær..)
Skellti mér til Hornstranda daginn eftir að ég kom heim til Ísafjarðar. Á slóðir forfeðranna í Hlöðuvík. Æðislegt veður og virkilega gaman. Var þar yfir Hvítasunnuna að hjálpa frændum mínum við að mála húsið þar. Gaman að gera gagn, er þaggi?

Vá, djöfull getur maður röflað.
Núna ætla ég að þegja.
Gleðilegan júni og svo auðvitað: HEILL FORSETA VORUM!!!!!! HÚRRA x 3

Og til hamingju með afmælið á morgun Óli stóri bróðir :)