laugardagur, júní 12, 2004

Reign of terror?

Þetta hefur verið erfið fæðing, þetta póst. Ég hef hvorki haft þrek né vilja til að setjast niður við skriftir undanfarna viku, bæði sökum þreytu og hugmyndaleysis. Þreytan er nú aðallega orsök þess að núna er maður farinn að vinna á fullu og engin miskun er gefin þegar maður vinnur með unglingum.. þetta venst nú allt smám saman..
Núna er hálfgerð veðurleysa hérna á Ísafirði og manni finnst eins og allt sé hálf dautt þarna úti.. enginn vindur, engin sól, ..ég hef auðvitað ekki farið út fyrir hússins dyr í dag, því að svoleiðis geri ég ekki á laugardögum nema ég neyðist til þess. Alveg nóg að fara út hina dagana..
En mikið svakalega er ég orðin þreytt á þessum pólitíkusum í sjónvarpinu.. hvort sem það eru málpípur Davíðs, Þorgerður Katrín og hin jakkafataklónin(svo það sé ekki minnst á leiðinda fígúruna Hannes Hólmstein) eða fulltrúa stjórnarandstöðunnar.. báðir hlutar eru með áróður í gangi sem mér finnst vera orðinn alveg skelfilega leiðingjarn.. sama röflið alla daga; Herra D og klónin hans gera sitt besta til að rægja forsetann okkar og segja hann vera ganga erinda Baugsliðsins(sem by the way urðu svona valdamiklir vegna stefnu sjálfstæðisflokksins...) og svo hinir sem eru búnir að stilla upp stórskotaliði á stjórnarráðið. Æj, getum við ekki bara talað um eitthvað annað bara í nokkra daga. Dabbi, Óli, Össi, Addi, Steini og Halli..verum bara öll vinir..það gekk í Hálsaskógi, ekki satt? ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home