Nú lágu Danir í því
Hinn hálf íslenski Tómas Þórðarson komst ekki áfram fyrir hönd Danaveldis, vors gamla drottnara, í Júróvisjón í gærkvöldi. Þar misstum við af 10-12 stigum.. En það skiptir minnstu þar sem einhvert af Balkanlöndunum eða þar nálægt mun sennilega vinna...sama hvort lagið sé gott eða ekki..Ég fylgdist auðvitað grannt með gangi mála og skemmti mér alveg ágætlega yfir fáránlegum framlögum ýmissa Evrópuþjóða. Það sem var svona helst til að skemmta sér dável yfir var til dæmis hinn bosníski Deen, sem Jónsi stældi um daginn við miklar undirtektir viðstaddra, en reitti Deen og félaga til reiði.
En ég verð að tjá mig aðeins um Ísrael. Helló! Fyrst verð ég nú að nefna það sem manni kemur til hugar á hverju ári.. Hvað er Ísrael að gera í evrópskri söngvakeppni? Síðast þegar ég vissi var Ísrael við botn Miðjarðarhafs, nálæt Sýrlandi, Jórdaníu, Líbanon ofl, og þau lönd eru öll í Asíu og Ísrael líka síðast þegar ég gáði. Kannski er sjónvarpsstöðin þeirra bara evrópsk.. ég veit ekki. Ókei, ég sætti mig svo sem alveg við þáttöku þeirra.. En þvílíka hræsnin hjá þessu liði.. að senda skrækróma gelding til að syngja um frið og hamingju í heiminum! Þetta er svipað fáránlegt og að George Bush notaðist við anti-byssueignarþema og drægi úr stríðsæsingum í kosningabáráttu sinni...
1 Comments:
Haha...!! þetta var óskhyggja... 2 skitin stig. jæja, mér er sama.. Fer bara og lem Danina sem gáfu okkur ekki meira... Jeg er den islandske viking... hóst hóst...
Skrifa ummæli
<< Home