miðvikudagur, maí 05, 2004

Próflok og vont veður

Jæja, þá er próftíð lokið hjá manni og núna tekur frelsið við.
Þó að það sé kominn 5. maí hérna á hjaranum, þá er það langt í frá að vorið sé komið, hvað þá sumarið.. Undanfarna daga hefur verið snjókoma og ískalt. Ég held að veðurguðirnir hafi gleymt að uppfæra dagatalið sitt. Verst að það er ekki hæt að hringja í þá og kvarta yfir vanrækslu í starfi. Ég hef amk ekki rekist á dálk með símanúmerum veðurguða á gulu síðunum. Það er samt eins gott að þeir fari að taka sig á, annars verð ég brjáluð og þá er fjandinn fyrst laus.