fimmtudagur, mars 23, 2006

Ég man þá tíð þegar...

...internetið var orð sem maður hefði aldrei heyrt.
...það var í tísku að ganga með gleraugu sem huldu hálft andlitið á manni.
...maður varð að eina amk 2 pör af Levi's 501 gallabuxum
...maður gat ekki beðið eftir því að verða árinu eldri.
...það var töff að hlusta á Guns 'n' Roses.
...Fox Mulder og Dana Scully voru heitasta parið á skjánum.
...2 Unlimited og Ace of Base voru með því heitasta á vinsældarlistanum.
...þegar það eina sem maður hlustaði á var Queen... alltaf góðir :)

Þegar maður var ungur.. Queen-ararnir Sigga (í bleiku krumpubuxunum-maður gleymir þeim ekki), Jónína(í leggingsinu -maður gleymir þeim sko ekki heldur) og Sigrún (með ofurstóru gleraugun- já þessi gleraugu urðu sko ódauðleg á fermingarmyndunum mínum). Anno Domini 1993. Posted by Picasa

laugardagur, mars 18, 2006

Klikkið hér

Hló mig máttlausa..

föstudagur, mars 17, 2006

Friday on my mind

...og þá kom föstudagur.
Ég hef ekkert að segja.
Ég hlakka til að sofa út á morgun -án samviskubits.
Villi vaskaði upp í gær. Heppin ég.
Ég mun missa af One Tree Hill í kvöld.
Æj æj.

sunnudagur, mars 12, 2006

Wishful ...

Já, núna er komið sunnudagskvöld og ég átti bara hreinlega fína helgi í sumarbústað. Við Vilhjálmur reyndum að nýta pottinn eins og hægt var og höfðum það mjög fínt meðan við lágum í bleyti og drukkum rauðvín/bjór. Verst hvað helgarnar eru alltaf of stuttar. Það þarf að lengja helgarnar. Og ég þarf að fara að eignast sumarbústað. Með heitum potti. ...Pabbi...?? ;) haha

fimmtudagur, mars 09, 2006

Loksins!

Vá hvað mér er létt!
Victoria og David Beckham hafa náð sáttum við News of the World! Bara ótrúlegt hvað þetta aumingja fólk hefur þurft að ganga í gegnum að hálfu slúðurblaðanna! Það er ekki þeim að kenna að þau séu svona falleg og fræg.
http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1189545

miðvikudagur, mars 08, 2006

Meðal-

Það endaði með því að ég neyddist til að blogga aftur.
Lítið að frétta af suðurvígstöðvunum...
Ég er að pirra mig á skólanum, vorinu, prófunum, verkefnunum og nánast öllu sem hægt er að pirra sig á. Einu hlutirnir sem ég er þokkalega sátt við í mínu dagsdaglega lífi er veðrið, það er sól úti í dag, og svo auðvitað hann Villi minn, sem er alltaf svo þolinmóður og æðislegur við mig, sama hversu pirruð og leiðinleg ég get verið.. já þið sem þekkið mig vitið alveg hvað hann þarf að ganga í gegnum...
Ég pantaði mér sumarbústað um helgina í Gnúpverjahreppi. Hlakka til að eyða helginni þar, í heitum potti með bjór. Nokkuð fínt bara, geri þetta of sjaldan. Þekki engan sem á bústað sem ég get fengið lánaðan- (hvað er þetta með ykkur kæru vinir og ættingjar?!?!?)- og er heldur ekki í neinu starfsmannafélagi, þar sem ég er bara aumur námsmaður sem á bara að vera heima hjá sér að læra, þannig að ég fór bara á netið og fann þennan líka fína bústað á 13 þúsund kr per helgi. Finnst það ágætlega sloppið.
Eníhá, eins og áður sagði hérna í þessari færslu þá er það vorpirringurinn sem er farinn að láta á sér kræla. Ekkert sumarfrí- engin sólarströnd, borgarferð eða hringferð. Ástæðan: engir peningar. Ég þoli ekki að eiga ekki peninga. Verst að ég hafi ekkert viðskiptavit, enga snilligáfu eða frábæra hugmynd sem mun gera mig ríka. Meðalmennskan ræður ríkjum og ég er föst inní henni. Ég mun sennilega neyðast til að flytja til Ísafjarðar í sumar til að vinna. Ekki það að mér finnist það leiðinlegt, Ísafjörður getur verið alveg hreint ágætur á sumrin, það er bara leiðinlegt að skilja aumingja Vilhjálm eftir í reiðuleysi hérna í borginni. En hann er víst stór strákur og ég má ekki láta svona smámuni valda mér áhyggjum. Ég mun snúa aftur í haust og rembast við að ljúka mínu námi næsta vor, en þá get ég skellt mér út á vinnumarkaðinn og byrjað í mínu meðalmennskustarfi á meðalmennskuferlinum mínum. Enda er það bara flott, hvað er betra en að vera meðalmanneskja?