miðvikudagur, mars 31, 2004

Hark!

Er fólk alveg hætt að taka mark á manni??
Ég er búin að eyða morgninum í að reyna að þagga niður í krökkunum hérna á þessu blessaða bókasafni.. en þegja þau?? Neeei, auðvitað ekki.. Ég held að ég sé annað hvort orðin ósýnileg eða sé bara í einhverri annarri vídd sem þau sjá ekki.. Kannski er "Ekkitakamarkábókaverðinum-dagur".. Annars eru svo mikil læti í kennurunum inni á kennarastofunni að hvaða dag sem er geta þeir yfirgnæft þessi krakkagrey.. En það er auðvitað alltaf málið með hann Jón og svo hann Séra Jón..

þriðjudagur, mars 30, 2004

Jæja jæja.
Núna er komið að fyrstu bókagetrauninni minni. Bara að prófa eitthvað nýtt.. enda er ég orðin svo boring eitthvað...

Sem sagt. Hvaða skáldverk hefst á þessum orðum?:

"Það er kunnara en frá þurfi að segja að piparsvein í góðum efnum hlýtur að vanta eiginkonu.
Þó að grannarnir þekki tilfinningar slíks manns og skoðanir sáralítið þegar hann sest að í héraðinu eru þeir svo vissir um þetta að þeir líta strax á hann sem lögmæta eign einhverrar heimasætunnar
."


Haha. Létt er það ekki?? Vildi ekki vera að hafa þetta alltof erfitt svona til að byrja með.

sunnudagur, mars 28, 2004

The Beast is awake!

Jæja.. þá er maður aftur vaknaður til lífsins í bloggheimi.. ég get samt ekki lofað því að það verði langt líf, en ég skal gera mitt besta.
Ástæðan fyrir þessu langa hléii mínu er einfaldlega sú að ég hef bara ekki neeeeennt neinu bloggeríi og þá ekki heldur haft neitt markvert að segja.. ekki það að ég hafi eitthvað markvert að segja fyrir utan það.. en þið vitið kannski hvað ég á við.. "Time wounds all heels" eða eitthvað þannig...
Hvað segiði um Júróvisjón lagið okkar?? Mér finnst það bara ágætis lagstúfur og hann Jónsi kallinn fer bara vel með þetta.. Kannski finnst mér þetta bara af því hann Jónsi er nú dáldið sætur(ég er nú kvenmaður sko...!) en ég skal lofa ykkur því að hann á líka eftir að fá nokkur atkvæði einmitt út á það að vera sætur.. Hverjir eru það sem fylgjast mest með þessu? Jú, ef mér skjátlast ekki þá eru það oftast kvenfólk og samkynhneigðir karlmenn sem fylgjast hvað mest með þessu. Ég hef sko alveg kosið einhvern sem mér fannst sætur, ég skal alveg viðurkenna það.. en þá var það nú ágætis lag líka sem réði því, ekki bara sætuefnið.
jájá, mér finnst gaman að vera í þversögn við sjálfa mig!!!

sunnudagur, mars 21, 2004

Ég er Vampíra.

Well well well, the old fashioned 17th century
vampire, one of my faves. You look for the good
things in life, you posses a lot of classical
class, and follow that of the original
vampires, you have no shame in what you are,
infact you embrace it, you love it and wouldn't
have it any other way. Your wealth is
unspeakable and your way of luring people with
your mystical ways and looks is amazing, and
most people would often call you The
Seductress. Please rate this quiz!


What Kind Of Vampire Would You Be? (Cool answers, AND FOR GILRS UNLESS YOU ARE A CROSSDRESSER)!
brought to you by Quizilla

fimmtudagur, mars 18, 2004

Hehehehe!
Mæli með því að kíkja á bloggið sem Írafár er með á mBlog, og kíkja þar á innleggin með myndunum (t.d. 75 innlegg við mynd af Birgittu Haukdal..)... Þar er hægt að sjá svart á hvítu hvað sumir eru nú brjóstumkennanlegir.. "VÁÁÁÁÁ, Birgitta. Þú ert æði!! Ég elska þig! Þú ert fullkomin! Ég vildi að ég væri eins og þú!" (yfirleitt með mikið verri stafsetningu samt..) ..er hægt að vera meira grey en svona lið..?

miðvikudagur, mars 17, 2004

By the way. mblog er drasl.
Vil ekki að hver sem er geti bara séð myndir sem maður tekur, og það á skrambans forsíðunni. Maður er ekki að þessu til að einhverjir krakkagemlingar og sms/mms-óðar gelgjur vafri inná síðuna manns, enda er það ekki sá hópur sem ég ímynda mér að vilji lesa mín skrif, þó þau séu ekki af merkilegri toganum. Ætla að sjá til hvort ég tími og nenni þessu mbloggi.. þetta dót hérna ætti nú að vera nógu mikill grundvöllur fyrir mig til að röfla á..
Gleðilegan miðjumars.

Jæja..
Þá er maður kominn úr fríinu.
Það var gaman.
Nema þegar ég festi mig í drullusvaði á engjum Borgarfjarðar.
Þvoði skóna mína í læk.
Datt í það í heita pottinum.
Gerði sveppasósu.
Vann í Pictionary.
Tók til.
Og fór heim.

fimmtudagur, mars 11, 2004

Smá experiment með mBlog og nýja símann minn... Ef ykkur langar að sjá hvað ég er hæfileikaríkur gelgjusímaljósmyndari, þá gjörið svo vel. ;)

miðvikudagur, mars 10, 2004

Til hamingju með afmælið Harpa Systir! :)

*Snore*
Vá hvað maður verður syfjaður af svona veðri. Mig langar bara helst til að skríða undir sæng og sofa fram á vor.
Núna á ég nýjan og flottan síma með myndavél, útvarpi og the works... Kannski maður ætti að fara að taka myndir hérna í Bæ Dauðans og setja á netið svona til frekari áherslu. Ætli einhver myndi nenna að skoða svoleiðis.. well, amk ekki ég...

þriðjudagur, mars 09, 2004

"The Thieves, the Thieves! They stole it from Us!!!"

Jæja.

Eitthvað verður maður nú að segja.

Símanum mínum var stolið um helgina og ég týndi veskinu mínu. Veskið fékk ég aftur með öllum kortum-engum seðlum reyndar, en ég er ekki viss um að það hafi verið neinir þar.. en símann hef ég ekki fengið aftur. Ég er nokkuð fúl yfir þessu. Þetta var hinn fínasti sími, Nokia 3510, sem ég keypti fyrir tæpu ári. Ekki mjög ánægð með þetta. Og auðvitað missti ég öll númerin sem ég geymdi í símanum.. það er sosum ókei að mestu leyti, þar sem ég man flest númer sem ég þarf að nota. En það er leiðinlegt að týna þeim númerum hjá vinum sínum sem maður man ekki utan að.. well.. þið sem vitið hver þið eruð, ég vona að þið fyrirgefið mér það og hafið samband að fyrra bragði einhvern tímann, þar sem ég finn ekki númerin ykkar... ;)

mánudagur, mars 08, 2004

Bær Dauðans er hið mesta þjófabæli.
Hlekkjið við ykkur veski og aðra hluti sem þjófarnir hérna gætu ákveðið að taka ófrjálsri hendi. Skór, sokkar, nærföt, treflar, húfur og hanskar eru líka í hættu..og ekki má gleyma notuðum varalitum og snyrtivörum.. Ekkert er óhult í Bæ Dauðans.
Ye beware.

fimmtudagur, mars 04, 2004

Setti inn nýjan link, Jerry The Frog Productions, þar sem hægt er að finna margt stórskemmtilegt. Mæli sérstaklega með þessari frábæru "uppfærslu" af Pirates of the Caribbean í einhverskonar South Park/brúðuleikhúss stíl. Hef fönn!

miðvikudagur, mars 03, 2004

24 things to do while seeing Lord of the Rings..


1. Stand up halfway through the movie and yell loudly, "Wait... where the hell is Harry Potter?"

2. Block the entrance to the theater while screaming: "YOU SHALL NOT PASS!"

3. Play a drinking game where you have to take a sip every time someone says: "The Ring."

4. Point and laugh whenever someone dies.

5. Ask everyone around you if they think Gandalf went to Hogwarts.

6. Finish off every one of Elrond's lines with "Mr. Anderson."

7. When Aragorn is crowned king, stand up and at the top of your lungs sing, "And I did it.... MY way...!"

8. Talk like Gollum all through the movie. At the end, bite off someone's finger and fall down the stairs.

9. Dress up as old ladies and reenact "The Battle of Helms Deep" Monty Python style.

10. When Denethor lights the fire, shout "Barbecue!"

11. Every time Elrond appears, shout out (in your best 'Dobby' voice) "Clothes! Master gave Elrond Clothes!"

12. In TTT when the Ents decide to march to war, stand up and shout "RUN FOREST, RUN!"

13. Every time someone kills an Orc, yell: "That's what I'm Tolkien about!" See how long it takes before you get kicked out of the theatre.

14. During a wide shot of a battle, inquire, "Where's Waldo?"

15. Talk loudly about how you heard that there is a single frame of a nude Elf hidden somewhere in the movie.

16. Start an Orc sing-a-long.

17. Come to the premiere dressed as Frankenfurter and wander around looking terribly confused.

18. When they go in the paths of the dead, wait for tense moment and shout, "I see dead people!"

19. Imitate what you think a conversation between Gollum, Dobby and Yoda would be like.

20. Release a jar of daddy-long-legs into the theater during the Shelob scene.

21. Wonder out loud if Aragorn is going to run for governor of California.

22. When Shelob comes on, exclaim, "Man! Charlotte's really let herself go!"

24. After the movie, say "Lucas could have done it better."


Það sem við vissum allar:




Fékk þetta frá henni Hörpu systur minni:

Einu sinni lenti kvenkyns heilasella á einhvern furðulegan hátt og af einhverjum furðulegum ástæðum og eftir röð furðulegra tilviljana og mistaka í því að fara inn í höfuð karlmanns. Hún synti aðeins um svæðið og litaðist taugaóstyrk um en þarna var ekki nokkur hræða. Allt var tómt og kyrrðin var þrúgandi. "Halló?" kallaði heilasellan..... en ekkert svar barst. "Er einhver hérna?" kallaði hún en enn heyrðist ekkert svar. Nú fór hún að verð a hrædd og kallaði hærra og hærra, en aldrei barst neitt svar. Nú var kvenkyns heilasellan orðin logandi hrædd svo hún gargaði af öllum lífs og sálar kröftum: "Halló! Er einhver hérna?" Þá heyrði hún rödd berast langt að: "Halló! Við erum allir hérna niðri." Halló! Við erum allir hérna niðri."