Róbert Fiskmann?
Það er voðalega lítið hægt að segja þessa dagana. Gúrkutíð búin að vera hjá mér undanfarið.
En einu megum við Íslendingar gleðjast yfir... Loksins loksins erum við búin að láta Stóra Bróður Bandaríkin taka eftir okkur. Við höfum óhlýðnast þeim svona svakalega með því að láta skákvitleysinginn og "föðurlandssvikarann" Bobby Fischer fá íslenskt ríkisfang.. Núna getum við verið stolt af okkur. Gleði gleði.
Tölvunördið
Já ég segi það eins og ég stend hér! Ég er orðin hið versta tölvunörd! Er búin að vea í tjúlluðum fortíðar-fílinga að spila gamla DOS-leiki sem ég fann á
http://www.abandonia.com/index2.php. Er líka að skemmta mér svona konunglega við þetta. Ég þurfti að setja upp DOS-Box í tölvunni (svona eins og pc-tölvur voru alltaf áður en windows tók yfir heiminn), en það reyndist bara hið minnsta mál. svo dánlódar maður stöffinu bara og unzippar það bara og (Win)Zip-Bamm-Búmm, allir gömlu gömlu góðu félagarnir frá 9 og 10 áratugnum vakna aftur til lífsins; Larry Laffer, Roger Wilco-hreinsitæknihetjan í Space Quest og Officer Sonny Bonds úr Police Quest birtast allir sprelllifandi á skjánum eftir langan svefn. Mikið fjör. Mæli með þessu fyrir nostalgíufíkla.
Going mad
Each morning I get up and die a little. Can hardly stand on my feet. Take a look in the mirror and cry: "Lord, what are you doing to me?"
Get einhver sagt mér hver á þessu spöku orð sem eru oft eins og töluð út úr mínu hjarta?
Vírus dauðans
Jæja félagar. DJ-Shit er ekki ánægð í dag. Besti vinur hennar, hann Sölvi er veikur, greindist með erfiðan vírus í morgun sem ferðast um með því skæða forriti MSN. Þess vegna mun blogg liggja að mestu leyti niðri næstu daga, en flestir ættu nú að vera orðnir vanir því, þar sem maður er nú ekki nógu duglegur við að standa við áramótaheitin sín. Well, þar lágu Danir í því, og ég líka! Anyhow, ég kem aftur tvíelfd.. eða kannski einelfd.. fer allt eftir skapinu.
Until then,
Au Revior.
Varð að deila þessu með ykkur

Einu sinni var maður nú töffari sko!

Hvernig í ósköpunum fer maður að því að breytast svona?? Þetta er ég þegar ég er 13 ára eða svo, alveg skelfilega smart og með flotta hárgreiðslu. Og gleraugun... brilljant, ég þarf nú bara að fara að grafa þessi upp aftur, þau eru ábyggilega einhvers staðar í draslinu heima. Þá erum við sko fyrst að tala saman félagar!
Ef ég vissi ekki betur, þá héldi ég að þetta væri strákur.. auðvitað fyrir utan þetta frábæra eldrauða naglalakk.. sem ég er með á vinstri hönd... og AÐEINS þeirri vinstri by the way..
Jáh.... not many people can pull that off and still be so cool ;)