miðvikudagur, desember 28, 2005

Jóláramót

Þetta er nú meira vesenið þessi jól og allt þetta.... ég hef reyndar komist upp með að gera sem minnst hérna á bernskuheimilinu mínu í Bæ Dauðans, þar sem ég hef verið að jafna mig eftir skelfilegan prófasprett sem ég tók þarna rétt fyrir jól... ritgerð og 4 próf allt frá 13. des til 21. des. Ég vorkenndi mér alveg skelfilega, en komst þó lifandi úr þessari eldraun háskólastúdentsins. "Þetta ætla ég aldrei að láta koma fyrir aftur!" segi ég svo við sjálfa mig og lofa mér því að núna skuli sko staðið við stóru orðin, núna muni ég klára allar ritgerðir og verkefni á góðum tíma fyrir próflestur og lesa líka reglulega yfir önnina.. Við skulum sjá hvernig maður fer að því, það verður amk fróðlegt ef mér tekst það, þar sem ég hef aldrei þótt mjög skipulögð manneskja...

Þar til síðar félagar-munið að nota öryggisgleraugu með flugeldunum.. og ekki blanda léttvíni saman við bjór! :)

fimmtudagur, desember 15, 2005

The Game

Jæja jæja...

Í miðjum prófum fór ég á síðuna hennar Hildar og kom mér í klípu.. þarf sem sé að taka þátt í þessum leik :) :

Commentaðu nafnið þitt og ......

1) Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2) Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3) Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4) Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína um þig.
5) Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á.
6) Og ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig.
7) Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta inná bloggið þitt-ef þú hefur eitthvað blogg þeas...


jæja, hver þorir? (Þið allir sem virðast heita því algenga ofurhetjunafni "Anonymous", munið að setja inn hið dagsdaglega nafn sem þið notið í mannheimum....)

laugardagur, desember 10, 2005

Nostalgia


einu sinni var maður ungur... og passaði í þennan kjól Posted by Picasa

miðvikudagur, desember 07, 2005

Frestunaráráttan

Fjandinn sjálfur.
Núna eru prófin að koma og ég á eftir að skila ritgerð. Er búin að pikka niður stikkorð á eina word-blaðsíðu. Arg! Aldrei, aldrei ætla ég að læra af reynslunni... Sigrún: ekki láta ritgerðir bíða fram að prófum! Skamm!



Ég er búin að finna mér nýja hetju. Mæli með Triumph, the insult comic dog. hlekkur hér: http://www.nbc.com/nbc/Late_Night_with_Conan_O'Brien/video/triumph.shtml og hér:http://www.triumphtheinsultcomicdog.com/ og svo auðvitað á kvikmynd.is undir ýmislegt, þar sem Triumph hittir Star Wars nörda. yndislegt!

fimmtudagur, desember 01, 2005

AIDS

Í dag er hinn alþjóðlegi AIDS dagur. Sameinumst öll gegn eyðni og notum smokkinn!
Lifið heil.