Dj-Shit takes Hollywood
Úje beibí!
Núna þarf maður bara að leggja leið sína í Hollywood... vííí!

You are going to Marry orlando Bloom. He will
always treat you right and is very romantic. He
will do anything for you. He is very polite and
has deep brown eyes and is very good looking
(which is another plus!). He can make anything
cheesy look really hot(like sliding down stairs
on a shield shooting arrows or wearing pointy
ears for example). Congrats!!
Which male celebrity are you going to marry? (now 12 (i just added more, and still more to come!)results that have pics!) brought to you by Quizilla
Hmmm.. Veit ekki alveg hvort ég eigi að vera ánægð með þetta... Efast um að Boromir og félagar fari oft í sturtu...

You are Boromir's funky boxers. By funky, we mean
interesting patterns, i.e. chili peppers, fish
and beer bottles. He enjoys a good laugh and
these boxers do the job. And hey, having fun
underwear is the best ice breaker in an awkward
bed situation.
What Lord of the Rings characters' underwear are you? brought to you by Quizilla
Ég var að setja á mig body lotion með kakólykt... og núna lykta ég eins og 10 ára gamalt Mars sem hefur bráðnað útí glugga.. Ég held að Body Shop mætti nú aðeins að fara að endurskoða vörurnar sínar.. Áður en maður veit af verða komin ilmvötn og body lotion með lykt af soðnum fiski og kartöflum, eða þá ristuðu brauði með osti og marmelaði...
"The World is a twisted place."
Mikið svakalega er gaman að vera til! Það er svo yndislegt að vakna svona snemma á morgnana, niðamyrkur úti og ískuldi.. Svo að maður minnist nú ekki á þegar það er rigning, rok og hláka (já, hláka).. Allt rennandi sleipt og hálfur bærinn í gifsi! Ég elska Ísafjörð á veturna!
Mér finnst að helgarnar ættu að vera 3 dagar. Maður þarf einn dag til að ná sér eftir helgina og koma sér aftur í vikugírinn.
Þegar ég verð Forseti og Alvald ætla ég að sjá til að þessu verði breytt!
Tveir bjartsýnisdagar í röð.... Þetta er farið að verða alvarlegt..
Þarf að drífa mig að finna eitthvað til að röfla yfir.. Maður verður nú að standa við sitt..
DVD er frábær uppfinning!! Og Internetið!! Og kvikmyndir!! víí.......
Dj-shit er nú dálítið fáorð í dag...
Ekkert svartsýnisraus sem verður að líta dagsins ljós..
Já.. þetta er eitthvað skrítið...
So sad her eyes
Smiling dark eyes
So sad her eyes
As it began
On such a breathless night as this
Upon my brow the lightest kiss
I walked alone
And all around the air did sway
My lady soon will stir this way
In sorrow known
The white queen walks
And the night grows pale
Stars of lovingness in her hair
Needing unheard, pleading one word
So sad my eyes
She cannot see
How did thee fare what have thee seen
The mother of the willow green
I call her name
And 'neath her window have I stayed
I loved the footsteps that she made
And when she came
White queen how my heart did ache
And dry my lips no word would make
So still I wait
My goddess hear my darkest fear
I speak too late
It's for evermore that I wait
Dear friend goodbye
No tears in my eyes
So sad it ends
As it began
---------------------------------
Fullkominn þunglyndistexti..
Enda er þetta eitt af mínum uppáhaldslögum með meistara Mercury.
Dj-Shit on chatrooms
Jæja, jæja, ég gerði
smá tilraun í kvöld..
Ég skellti mér á irkið til að athuga hvort einhver með hærri IQ en gamall sokkur leyndist þar...
Þetta er sýnishorn af því sem maður fær í hausinn ef maður hættir sé inná þessar slóðir...Njótið vel..:
BillyJ: hæhæ
dj-shit: góða kvöldið
BillyJ: hvað erut gömul
dj-shit: ég er 25 ára
BillyJ: hvaðan ertu
dj-shit: héðan og þaðan
dj-shit: en þú?
BillyJ: ég er 21
dj-shit: já..
dj-shit: gott hjá þér
dj-shit: eða eitthvað...
BillyJ: hvernig líður þér
dj-shit: bara vel, en þér ljúfurinn?
BillyJ: vel
BillyJ: áttu mynd
dj-shit: því miður, þá hef ég hana ekki á mér eins og er
BillyJ: hvernig ertu
dj-shit: hvernig?
dj-shit: bara ágæt vona ég..
BillyJ: ok
dj-shit: en þú?
BillyJ: bara flottur
dj-shit: jæja.. gott hjá þér
BillyJ: hvað geriru
dj-shit: ekki það að það skipti miklu máli hérna á netinu hvernig maður lítur út...
dj-shit: ég er í háskólanámi
dj-shit: en þú?
BillyJ: skóla
BillyJ: get ég gert eitthvað fyrir þig
dj-shit: hvað hefurðu í huga í þeim efnum vinur?
BillyJ: veiistu hvað þú vilt
dj-shit: jájá.. er með það allt á hreinu, svona nokkurn veginn
dj-shit: En veist þú hvað þú vilt?
BillyJ: jaja
BillyJ: væri kannski gaman að kynnast þér
dj-shit: jahá.. þú segir það
BillyJ: sem vinir
dj-shit: einmitt.. hvað í veröldinni annað en vinátta kæmi til greina...
BillyJ: ertu gröð í kvöld
dj-shit: tala vinir svona hver við annan?
BillyJ: vinir sem er sitthvort kynið geta gert margt saman
dj-shit: já, þú segir nokkuð..
dj-shit: farið í keilu og á kaffihús og þannig kannski?
BillyJ: jajja
BillyJ: viltu ekkert
dj-shit: eins og?
BillyJ: hvað viltu
BillyJ: ef ég myndi bjóða þér drátta
dj-shit: þá myndi ég þakka pent fyrir mig og setja þig á ignore...
BillyJ: sorru
BillyJ: viltu ekki kk
dj-shit: jújú.. en ég er nú ekki mikið fyrir að ná mér í tölvunörda sem fá ekki drátt annars staðar en á irkinu......
dj-shit: sorry esskan.
BillyJ: yes
..og þannig lauk þessu einstaklega gáfulega samtali..
Var búin að gleyma því hvað irkið er yfirfullt af lúðum sem halda að þeir séu guðs gjöf til kvenna bara afþví að þeir hafa eitt stykki typpaling...
DJ-Shit on society
Í tilefni afmælis "elskulegs" forsætisráðherra vors:
Til hamingju með daginn Hr. Davíð. Vildi að ég væri jafn "réttsýn" og þú....
Ég er komin með nóg af staðaltýpum.
Og þessum kröfum þjóðfélagsins að allir séu steyptir í sama mót. Við þurfum öll að vera eins til að vera eitthvað merkileg.. nema auðvitað þetta svaka "spes" lið sem gengur í gömlum gardínum sem það kaupir á uppsprengdu verði í þessum "spes" verslunum.. Alveg gæti maður ælt á þetta pakk.. Hvað er það sem gerir það svona "sérstakt"? Gömlu rósóttu gardínurnar sem það gengur í eða kannski það að þau skuli hafa efni á því að kaupa þessar gardínur á 15 földu verði?
Við erum orðin að þjóðfélagi sem er gegnumsýrt af heimskulegu pjatti.
Ef það birtist mynd af einhverjum Kláusi í Séð og Heyrt, þá er það nokkuð víst að hann sé orðinn "frægur"... Hverjum er ekki sama þó að Lubbi Lubbason, tannlæknir, sem er frændi Bjarkar í fjórða lið var á Astró um helgina eftir að hafa gert við skemmda tönn í Friðriki Weissesnicht..?? Ótrúlega bjánalegt þetta wannabe þotuliðssnobb.
Svo er það auðvitað útlitsfordómar landans.. Kona er ekki falleg nema hún sé yfir 170cm og 50 kíló eða minna... 14 ára stelpur vega flestar jafn mikið og þegar þær voru 5 ára..auk þess sem það þykir hallærislegt að vera hrein mey við fermingu... 8 ára stelpur eiga að ganga í g-streng svo þær séu ekki "hallærislegar" ...kyþokkafyllsti karlmaðurinn er rétt skriðinn yfir tvítugt og er aðallega valinn af gelgjum sem gera ekki annað en að horfa á popptíví og senda sms...á milli þess sem þær telja hitaeiningarnar sem þær borðuðu yfir daginn..
Fólk sem komið er yfir tvítugt á helst að eiga íbúð, vera í sambúð, búið að gjóta 1sinni eða 2svar, vera í framhaldsnámi, stunda líkamsrækt, eiga nýjan bíl og hafa samt tíma og fjarráð til að fara út að skemmta sér ca 2svar í mánuði og fara til Spánar á sumrin...
Hvað er það sem gerir okkur svona svakalega mikla neytendaþjóð..? Við gínum við öllum nýjungum og getum ekki flýtt okkur of mikið til að kaupa það nýjasta nýtt á markaðnum á undan öllum hinum...
Fyrsti kvenforsetinn í heiminum sem kosinn var með borgaralegri kosningu.. Hvort ætli fólk hafi kosið Vigdísi vegna eiginleika hennar eða bara af þvi að "djöfull væri það flott að vera fyrsta þjóðin til að fá lýræðislega kjörna konu sem forseta.."?
Fyrst til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna... Jón Baldvin var búinn að því áður en meirihluti þjóðarinnar vissi hvar Eystrasaltsríkin voru staðsett... en allir vissu samt að við vorum Fyrst.
Eftir að hafa verið lítil bændaþjóð á litlu skeri lengst norður í Atlantshafi sem enginn vissi um í 1000 ár fengum við þetta netta stórmennskubrjálæði.. Með stríðinu og kapítalismanum ruddi vestrænn líffstíll sér rúms hérna á mettíma.. Það tók aðeins 20 ár að nánast leggja sjávarbyggðir landsins í eyði með stefnu ónefndra kapítalista.. svo ekki sé talað um landbúnaðinn...
Við erum eigingjörn þjóð sem stendur sjaldan saman. Allir eru í sínu horni og hugsa um eigin hag. Fólk kvartar yfir fátækt, kvótamálum, lélegu heilbrigðiskerfi, menntun.. en samt heldur það áfram að kjósa þetta yfir sig. Engar breytingar fyrir okkur, takk fyrir.. Við viljum frekar halda áfram að kjósa flokkinn hans pabba heldur en að taka sjálfstæða ákvörðun.
En málið er þetta: Ekkert breytist nema við tökum okkur til og breytum sjálf. Við eigum ekki að láta aðra um það.
Ég er 25 ára og 6 daga í dag...
Þá er maður búinn að taka þetta blessaða jólatré niður... Auðvitað beið það eftir mér þegar ég kom heim frá Reykjavíkinni.. búin að vera veðurteppt þar í 4 daga. Það hefði verið mikið skemmtilegra að vera svona veðurtepptur ef maður hefði átt svona 100 þúsund kall og verið með bíl.. Þá hefði ég sko slegið í gegn....
En þessi flugferð heim var nú ekkert grín.. Ég var að verða klikkuð á einhverjum krakka sem var alveg á útopnu þarna á vellinum í rauðum skrattafötum(hæfði vel) og söng "Bubbi byggir" hásöfum út um alla flugstöð,ásamt því að öskra mikið þess á milli... Mér til mikils hryllings var þessi sami púki í sömu vél vestur með móður sinni sem gerði lítið til að þagga niður í "litla englinum" sínum.
Las grein í Skýjum um ritalinnotkun íslenskra barna.. Við erum í 3. sæti yfir þær þjóðir sem nota mest ritalin á börnin sín. Þetta hefur aukist alveg ótrúlega síðastliðin ár. Það getur ekki verið að allt í einu hafi bara komið sprengja og allir að eignast ofvirk börn. Fólk kann bara ekki að ala upp börn lengur. Kaupir sé frið með tölvuleikjum og sælgæti.. og eini raunveruleikin sem þessi börn fá að kynnast er að drepa eða vera drepinn, sem gildir í flestum þessum tölvuleikjum. Kynslóð óþekkra dópista er að alast upp. ..ég er að hugsa um að fá mér bara hund.
Það ætti að hafa sér farrými fyrir börn í flugvélum.. og á flugvöllum líka..!
Ég vildi að ég hefði ofurkrafta. Ég myndi þá breyta veðrinu svo það verði flogið um helgina.. Eða þá myndi ég bara fljúga sjálf.. það væri mikið betra.. ekki borga nein okur flugfargjöld.
Það er reyndar alveg útí hött hvað Flugleiðir geta leyft sér að okra á okkur landsbyggðarlúserunum. Til Reykjavíkur fram og til baka getur verið nærri 20 þúsund krónur. Það er bara jafn mikið og til London. 400 kílómetrar á móti 3500.. Svik og prettir segi ég nú bara! Svona er þetta þegar engin samkeppni er.. Þá er bara leyft sér að bjóða upp á lousy þjónustu og okurverð.. Maður fær fargjaldið ekki einu sinni borgað til baka ef maður kemst ekki.. nema auðvitað að maður hafi borgað 8000 fyrir aðra leiðina.. það eru einu fargjöldin sem maður fær endurgreidd..
Svona er þetta í þessu blessaða þjóðfélagi.. það fer bráðum að vera aðeins á færi þeirra efnaðri að ferðast innanlands, eða bara gera hvað sem er, ef útí það er farið.. Að kaupa sér litla íbúðarholu í Reykjavík er dýrara en að fá sér eitt stykki fínasta einbýlishús úti á landi... Fuss..
"Já íslenskir ráðamenn, þeir eru svín!
Á meðan alþýðan biður um mat, sitja þeir og troða á sig gat.
Hendum þeim fyrir hundana!
Látum þá drekka hland!
Og hér mun rísa fyrirmyndarland!"
-Dúettinn Plató, af plötu Fóstbæðra.
(p.s. allt í góðu gamni gert...nenni ekki að reyna að láta einhverja karlfauska drekka hland.. hundarnir eru samt annað mál..)
Ný vika, nýtt ár, nýjar áætlanir...
Ætli maður eigi eftir að standa við áramótaheitin..?
Maður ætti kannski að setja sér áramótaheit sem auðvelt er að standa við. Eins og t.d. að horfa á sjónvarpið á hverjum degi.. sofa fram eftir um helgar, hafa 5 daga vikunnar nammidaga... tékka á þessu.
Bölvaður þessi Háskóli að pína mann svona í bið eftir þessum %#$@ einkunnum.. Ég fer að verða búin að naga allar neglur uppí kviku! Annars efast ég um að þær verði eitthvað stórkostlegar.. einkunnirnar þ.e.a.s.... Fjárans mannkynssöguprófið, sem var fornaldar-og miðaldasaga var eiginlega eingöngu úr miðaldasögunni. Svindl. Miðaldir voru frá falli Vest-Rómverska Ríkisins um 476 e. kr. til um 1500. ok þetta eru 1000 ár. En fornöld eru 4 milljónir ára.... Og ég kann fornaldarsöguna mikið betur.. það er kannski aðalsvindlið..það var ekki spurt um það sem ég kunni best.. haha.. ;)
En, seriously.. Hvort er merkilegra; Forn-Egyptar, Rómverjar og Grikkir eða betlimunkar og kirkjufeður sem enginn man eftir nema einhverjir rykfallnir kirkjukallar?
Það er nefnilega spurningin...
Hahaha, loksins er vælustelpan farin heim!! Who cares þó hún sé sæt, hún er leiðinda vælari! Ætlar sér alltaf að redda lélegum flutningi með því að þenja sig út með þessu skelfilega væli. Ég hef heyrt fallegri hljóð úr ketti þegar ég steig á skottið á honum! Og hana nú!
Idol í kvöld maður. Hver skyldi fara heim í þetta sinn? Spennan magnþrungin.. da da da damm...
Annars var ég nú að horfa á World Idol í gær. Djö var það flott að Norðmaðurinn skyldi vinna. Þessi bandaríska Kelly Clarkson varð ekkert smá fúl. Gott á hana og gott á þessa Bandaríkjamenn sem halda sig vera besta í heiminum í öllu. Haha, ú á USA!
Gleðilegt nýtt ár!! 2004 skal sko verða gott ár! Óska öllum árs og friðar barasta..
P.s. Ég er komin með gestabók, jibbí :D Allir að skrifa!