sunnudagur, janúar 04, 2004

Bölvaður þessi Háskóli að pína mann svona í bið eftir þessum %#$@ einkunnum.. Ég fer að verða búin að naga allar neglur uppí kviku! Annars efast ég um að þær verði eitthvað stórkostlegar.. einkunnirnar þ.e.a.s.... Fjárans mannkynssöguprófið, sem var fornaldar-og miðaldasaga var eiginlega eingöngu úr miðaldasögunni. Svindl. Miðaldir voru frá falli Vest-Rómverska Ríkisins um 476 e. kr. til um 1500. ok þetta eru 1000 ár. En fornöld eru 4 milljónir ára.... Og ég kann fornaldarsöguna mikið betur.. það er kannski aðalsvindlið..það var ekki spurt um það sem ég kunni best.. haha.. ;)
En, seriously.. Hvort er merkilegra; Forn-Egyptar, Rómverjar og Grikkir eða betlimunkar og kirkjufeður sem enginn man eftir nema einhverjir rykfallnir kirkjukallar?
Það er nefnilega spurningin...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home