fimmtudagur, desember 30, 2004

Millihátíðaþankar

Þetta er nú meiri tíminn..: Éta, sofa, glápa/éta, sofa... Alveg frábært hreint!
Það verður nú undarlegt að koma aftur í Borg Spillingarinnar og reyna að stunda þennan venjulega 24 tíma sólarhring... vakna fyrir hádegi helst og koma sér í tíma í Árnagarði, sem er aðeins um 5 mínútur í burtu, en samt oft æði erfitt að drattast þangað. En núna þegar nýtt ár fer að renna í garð, árið sem ég verð tvítug í 7. sinn, ætlar maður nú að fara að taka sig almennilega á og fara að lifa eins og alvöru akademískur námsmaður... je, við skulum sjá hversu lengi það endist.. Einhverjir sem vilja giska?
Eníhá, þá verða áramótin í Bæ Dauðans bara með smærra sniðinu í þetta skiptið, meira að segja annað skiptið í röð, þar sem aðaldjammið fyrir okkur "gamla" fólkið er alltaf þann 26. des. Maður verður bara heima, horfir á-að öllum líkindum lélegt- áramótaskaup, fylgist með nágrönnunum sprengja alla peningana sína í loft upp, og reynir að sprengja eina aumingjalega rakettu sem skýst alltaf uppá húsþak hjá nágrannanum, þar sem pabbi vill aldrei kaupa flugelda fyrir meira en 5 þúsundkall (því að veðurspáin er alltaf slæm... humm humm)
En jæja...
Gleðileg áramót og allt heila pakkið.
Dj-Shit strengir sitt áramótaheit: Ötulla blogg á nýju ári.
Sprengið heil, Auf Wiedersehen.

þriðjudagur, desember 21, 2004

Kommbakk

Jæja, þá eru prófin búin og maður kominn heim í uppeldisbælið, eða Bæ Dauðans eins og ég kallaði hann hérna forðum. Allt á kafi í snjó og svaka stuð. Jólin á næsta leiti og jólastressið í algleymingi.
Blogg mun nú brátt hefjast að nýju, en í kvöld verður þetta stutt, því prófaandleysið heldur andskoti fast í líftóruna. Háskóli er mesta kvöl og pína, ég ræð öllum frá því að fara inn í slíkar stofnanir, ekkert nema vitleysa. Farið bara á sjóinn ef þið viljið eignast einhvern pening í framtíðinni, menntun er lítil gróðavon....
until next time,
over and out.

mánudagur, desember 13, 2004

En nú er það farið...


Einu sinni var maður nú sætur. Maður má þakka fyrir að hafa verið það amk einu sinni á ævinni... Posted by Hello

laugardagur, desember 11, 2004

Gleðileg bringuhársjól!


Núna hlakka ég sko til jólanna!! Posted by Hello

föstudagur, desember 10, 2004


Snilld! Posted by Hello

mánudagur, desember 06, 2004

Blogg-frí

Hér með tilkynnist það að þessi síða verður í upplestrarfríi næstu 2 vikur, þar sem höfundur er fórnarlamb prófa Háskóla Íslands.
DJ-Shit snýr endurnærð/ur aftur eftir próf.