fimmtudagur, apríl 28, 2005

Alltaf gaman í prófum

Well, félagar.
Þá er ég búin með 1 próf og 2 eftir.
Það verður sko tekið vel á djamminu efir allan þennan hrylling skal ég segja ykkur. Er samt komin á að að ég eigi ekki að drekka bjór... hann á það ti að fara eithvað öfugt ofan í mig... ég verð yfirleitt svo ofurglöð.. allir eru bestu vinir mínir og allt rosa gaman...það er svo sem ekkert að því, nema hvað að þá á ég það einmitt líka til að gera mig að fífli.. týna öllum eigum mínum, rústa íbúðinni minni..... og muna svo ekkert eftir því.. Eftir bjórdrykkjukvöld hef ég einmitt vaknað heima hjá mér.. ekkert skilið í því hvernig ég komst heim og spáð í því hver í fjandanum henti öllum fötunum inní fataskápnum mínum á gólfið... það kom auvitað í ljós að það var ég sjálf... og hafði einmitt rifið sturtuhengið niður í leiðinni.. já þessi bjór er stórhættulegur! þó undarlegt megi virðast, þá er ég mikið stilltari ef ég held mig við eitthvað annað...
En mikið hlakka ég til próflokadjamms!

föstudagur, apríl 22, 2005

Já..

You scored as agnosticism. You are an agnostic. Though it is generally taken that agnostics neither believe nor disbelieve in God, it is possible to be a theist or atheist in addition to an agnostic. Agnostics don't believe it is possible to prove the existence of God (nor lack thereof).

Agnosticism is a philosophy that God's existence cannot be proven. Some say it is possible to be agnostic and follow a religion; however, one cannot be a devout believer if he or she does not truly believe.

agnosticism

96%

Buddhism

71%

atheism

71%

Paganism

67%

Satanism

67%

Christianity

50%

Judaism

46%

Islam

46%

Hinduism

38%

Which religion is the right one for you? (new version)
created with QuizFarm.com

mánudagur, apríl 18, 2005

Craptoninn


Ætli Wondelfur Tonight og Teals in Heaven séu á þessari plötu? Posted by Hello

föstudagur, apríl 15, 2005


...og ég komst lifandi þaðan!! Posted by Hello

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Félagi Fróði


Já, Þennan kall ættum við öll sem erum tvítug eða eldri að kannast við, því þetta er enginn annar en hann Fróði úr teiknimyndunum..öh.. man ekki alveg hvað þær hétu.. veit það einhver? En amk.. þá er félag sagnfræðinema við HÍ skírt eftir honum Fróða hérna. Ég var einmitt á aðalfundi þess ágæta félags um daginn þar sem ný stjórn var kosin. Eftir að hafa innbyrt örlítið of mikið af öli ákvað Dj-Shit að bjóða sig fram... og viti menn var barasta kosin. Ekki í stjórn Fróða samt, sem betur fer eiginlega.., heldur í stjórn Alþjóðafélags Sagnfræðinema. Það er bara fínt.. maður er nú svo alþjóðlegur... hahaha.. En vér í Alþjóðafélaginu ætlum að reyna okkar besta til að vekja það til lífsins og reyna gera gott úr þessu öllu saman. Vil t.d. minnast á það að þetta kvöld voru aðeins 2 stelpur kjörnar, ég í þetta alþjóðafélag og hún Heiðrún blessunin er eina stelpan í annars eingöngu karlastjórn með meðlimum R-listans.. nei ekki hinum eina sanna, heldur Reynslulistans..sem sagt lengra komnum sagnfræðinemum...
Meira dólgafagið sem sagnfræðin er... well.. gamanaðessu.. Posted by Hello

mánudagur, apríl 11, 2005

Time..waits for nobody

Ekkert að gerast ekkert að segja. Ritgerðaskil, prófin að koma, og allt á fullu. Einhvern veginn verður allt að falla í tilætlaðar skorður en blogg-gyðjan hefur ekki verið mér hliðholl þessar síðustu vikur. Hver veit nema ég fái andann yfir mig einhvern tímann?
Við skulum sjá til.

sunnudagur, apríl 03, 2005

Take me out!

Jamm og jæja! Núna er ég sko búin að kaupa mér miða á Franz Ferdinand sem spila í Kaplakrika þann 27. maí. Jíbbíjei! Núna er Dj-Shit sko happy.