By popular request...
...Þá mun ég halda áfram með hina "ekkisvoreglulegu" bókagetraun. Gjörið svo vel:"Við vorum í tíma þegar rektor birtist með nýjan nemanda. Hann var borgaralega klæddur og á hæla honum kom vikapiltur sem hélt á stóru púlti. Þeir sem höfðu dottað hrukku upp og allir ruku á fætur eins og þeir hefðu verið truflaðir í miðjum klíðum.
Rektor gaf okkur merki um að setjast og sneri sér síðan að kennaranum:
-Herra Roger, sagði hann í hálfum hljóðum, ég fel yður þennan nemanda, hann á að byrja í fimmta bekk. Ef nám og hegðun gefa tilefni til flyst hann í efsta bekk eins og aldur hans segir til um."
Og hvaða bók haldiði að hafi þessa byrjun hér fyrir ofan?
Góða skemmtun.
2 Comments:
hmm.. hljómar austen-legt, eða amk svo gamalt. sigga
Ekki Austen.. en nokkrum áratugum yngra..
Skrifa ummæli
<< Home