Letin ætlar mann lifandi að drepa
Jæja, ég er nú víst ekkert alltof dugleg við þetta blogg hérna. Lítur ekki út fyrir að ég sé að halda áramótaheit mitt, en ég á þó enn 11 mánuði til stefnu, þannig að ég hef litlar áhyggjur af þessu enn.Núna reyni ég að vakna á morgnana til að mæta í þennan blessaða skóla hérna. Það er nú meira böðulsverkið að reyna að koma sér á fætur, þetta er engu lagi líkt. Sama hversu mikið maður sefur á frídögum, þá er maður alltaf jafn drungalegur á virkum dögum.. ég vildi að maður hefði bara svona on/off takka til að geta komið sér í gang á morgnana, það væri helvíti dandy. En það er kannski ein önnur töfralausn á þessu vandamáli og það er að fara fyrr að sofa á kvöldin, en mér finnst það bara alltof mikið vesen.. það er fátt jafn gaman og að hanga fram eftir og klóra sér í hausnum.. horfa á endursýningar á skjá einum, horfa svo á eitthvað ruglað á stöð 2 eða bíórásinni og að svo að lokum setja textavarpið á, án þess að nenna að lesa fréttirnar þó...
This is the last day of the rest of your life... Var það ekki einhvern veginn svona?
4 Comments:
Nei Sigrún mín vona svo sannarlega að þetta sé ekki síðasti dagurinn! Today is the first day of the rest og your life! Svoleiðis er þetta.
hmm.. ekki hefði mig nú grunað það.. ;)
En hey ppl.. skrifa nafnið sitt ef maður commentar anonymous.. en ég hef nú samt einhvern grun um hver átti þetta nafnlausa comment.. ;)
Þetta var allavega ekki ég. En það er gott að vita að maður á þjáningarsystur í svefnmálum. Það er fátt skemmtilegra en að hanga hokin við tölvuna klukkan hálf eitt á miðvikudagskvöldi og skoða myndir af einhverri Dögg Droplaugu á barnaland.is og pæla hvort maður kannist ekki eitthvað við mömmu hennar.. GET A LIFE!
Sigga.
Já, vona að letin hafi ekki drepið þig í alvöru, kommon 2 vikur frá seinast blogg innleggi?
Skrifa ummæli
<< Home