laugardagur, apríl 17, 2004

Maríanna -aka momo- hafði þetta rétt. Bókin sem spurt var um heitir Myndin af Dorian Gray, eða The Picture of Dorian Gray eftir Oscar Wilde. Þetta er frábær bók og virkilega vel skrifuð.. auðvitað, því Oscar Wilde var snillingur. Hann skrifaði aðallega leikrit og smásögur(t.d. The Importance of being Earnest- frábært leikrit) og var mjög frægur í listalífinu í London í lok 19. aldar. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir að vera samkynhneigður og dó í París árið 1900, aðeins 44 ára gamall.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home