miðvikudagur, mars 31, 2004

Hark!

Er fólk alveg hætt að taka mark á manni??
Ég er búin að eyða morgninum í að reyna að þagga niður í krökkunum hérna á þessu blessaða bókasafni.. en þegja þau?? Neeei, auðvitað ekki.. Ég held að ég sé annað hvort orðin ósýnileg eða sé bara í einhverri annarri vídd sem þau sjá ekki.. Kannski er "Ekkitakamarkábókaverðinum-dagur".. Annars eru svo mikil læti í kennurunum inni á kennarastofunni að hvaða dag sem er geta þeir yfirgnæft þessi krakkagrey.. En það er auðvitað alltaf málið með hann Jón og svo hann Séra Jón..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home