sunnudagur, mars 28, 2004

The Beast is awake!

Jæja.. þá er maður aftur vaknaður til lífsins í bloggheimi.. ég get samt ekki lofað því að það verði langt líf, en ég skal gera mitt besta.
Ástæðan fyrir þessu langa hléii mínu er einfaldlega sú að ég hef bara ekki neeeeennt neinu bloggeríi og þá ekki heldur haft neitt markvert að segja.. ekki það að ég hafi eitthvað markvert að segja fyrir utan það.. en þið vitið kannski hvað ég á við.. "Time wounds all heels" eða eitthvað þannig...
Hvað segiði um Júróvisjón lagið okkar?? Mér finnst það bara ágætis lagstúfur og hann Jónsi kallinn fer bara vel með þetta.. Kannski finnst mér þetta bara af því hann Jónsi er nú dáldið sætur(ég er nú kvenmaður sko...!) en ég skal lofa ykkur því að hann á líka eftir að fá nokkur atkvæði einmitt út á það að vera sætur.. Hverjir eru það sem fylgjast mest með þessu? Jú, ef mér skjátlast ekki þá eru það oftast kvenfólk og samkynhneigðir karlmenn sem fylgjast hvað mest með þessu. Ég hef sko alveg kosið einhvern sem mér fannst sætur, ég skal alveg viðurkenna það.. en þá var það nú ágætis lag líka sem réði því, ekki bara sætuefnið.
jájá, mér finnst gaman að vera í þversögn við sjálfa mig!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home