þriðjudagur, mars 09, 2004

"The Thieves, the Thieves! They stole it from Us!!!"

Jæja.

Eitthvað verður maður nú að segja.

Símanum mínum var stolið um helgina og ég týndi veskinu mínu. Veskið fékk ég aftur með öllum kortum-engum seðlum reyndar, en ég er ekki viss um að það hafi verið neinir þar.. en símann hef ég ekki fengið aftur. Ég er nokkuð fúl yfir þessu. Þetta var hinn fínasti sími, Nokia 3510, sem ég keypti fyrir tæpu ári. Ekki mjög ánægð með þetta. Og auðvitað missti ég öll númerin sem ég geymdi í símanum.. það er sosum ókei að mestu leyti, þar sem ég man flest númer sem ég þarf að nota. En það er leiðinlegt að týna þeim númerum hjá vinum sínum sem maður man ekki utan að.. well.. þið sem vitið hver þið eruð, ég vona að þið fyrirgefið mér það og hafið samband að fyrra bragði einhvern tímann, þar sem ég finn ekki númerin ykkar... ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home