fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Var að horfa á Gettu Betur. Mjóaði munu að MR liðið félli út. En því miður þá er Russel Crowe víst frá Nýja Sjálandi, en ekki Ástralíu..

Ég man nú eftir því þegar ég asnaðist til að taka þátt í Gettu Betur (í útvarpinu sko) hérna forðum daga.. úff það var svakalegt.. En við komumst lengra en lið frá Ísafirði hafði komist áður, en það var í 2. umferð í útvarpi (VÁ!). Það var reyndar ekki okkar gáfum að þakka, heldur vangáfum liðsins sem við kepptum við í fyrstu umferð, þar sem okkur tókst að vinna 11-4... í næstu umferð töpuðum viðsvo 40-10 fyrir MH... Já, í þá gömlu góðu...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home