Ég sá í gær nýjasta þáttinn á Skjá Einum, þ.e. Landsins Snjallasti.. Þar voru kennarar kvaddir til leiks og látnir leysa ýmsar þrautir og svara spurningum sem kennarar eiga að hafa á hreinu. Ég verð nú bara að segja það að ég er nokkuð hissa á því að fólk(og kennarar í þokkabót!) viti ekki að konan sem var forsætisráðherraefni Samfylkingar héti Ingibjörg! En það er ekki fáviska þessara kennara sem kom mér mest á óvart, heldur kynnarnir. Hvar í ósköpunum grófu Skjás menn upp þetta fólk?!? Gaurinn, sem virðist hvorki geta talað rétt né borið rétt fram einstök orð, hvort sem þau eru á íslensku, ensku eða öðrum málum, er eins og illa gerður hluturá skjánum og virðist varla vita hvernig hann á að hegða sér. Í stað þess að nefna keppendur með nafni þegar hann spyr þá segir hann: : "jæja, nú skulum við spyrja þig..." og myndavélakallarnir vita ekkert hvert þeir eiga að beina myndavélinni... Gellan sem er svo með þessum vesalings gaur (co-host eins og maður segir á engelskunni) í þessum þáttum hefur greinilega ekki fengið þessa stöðu út á vitsmuni eða hæfileika..auðvitað ekki, það skiptir sko engu máli svo lengi sem hún er sæt... Hún er þarna klædd í einhvers konar "aðstoðarmanneskjatöframannsins-föt" og ráfar meðal keppendanna og sprengir blöðrur og fleira "skemmtilegt".. Þetta á kannski að vera einhvers konar töframanns-þema í þessum þætti, blandað saman við spurningaleik.. En vá, þvílíkt allsherjarklúður. Ég er viss um að kennaragreyin sem voru plötuð í þennan þátt séu hálf hundsleg þessa dagana...
Enn er það Popppunktur sem er langbestur af íslensku efni á Skjánum. Þar er ekkert af þessu bjánalega staðalpakki sem er farið að verða allt of áberandi í íslenskum fjölmiðlum. Punkturinn lifi.
miðvikudagur, febrúar 18, 2004
is what she tried to say
Um mig
- Nafn: Sigrún
- Staðsetning: Bæli Syndarinnar, Íslenska Bananalýðveldið, Iceland
Nýjasta draslið
- Ég er að reyna að hugsa eitthvað skemmtilegt til a...
- Í dag er Valentínusardagurinn. Við Íslendingar h...
- Ég hef ekki nennt að blogga undanfarið... Er eigi...
- Jæja... Timburmenn helgarinnar farnir sína leið og...
- úff.... Hverju haldiði að DJ-Shit hafi lent í í kv...
- Þetta eru nú meiri trúðarnir þessir ráðamenn þjóða...
- Er það ekki kaldhæðnislegt að ég skuli vera í fjar...
- Þessi vetur er endalaus. Veturinn 2004 verður ekki...
- En gaman.. ég drepst á nördaþingi og verð svo drau...
- Ætti maður að fara að hlakka til, eða..? Ghost or ...
Hlekkir
Ákaflega mikilvæg tímasóun
Blog This!
Vinsældakönnun alþýðunnar:
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home