laugardagur, febrúar 14, 2004



Í dag er Valentínusardagurinn.
Við Íslendingar höfum tekið upp þennan sið frá Bandaríkjunum.. gefa elskunni sinni blóm á Valentínusardaginn... Mér finnst svo sem ekkert að þvi.. en þurfum við alltaf að apa allt eftir þessum Könum þarna? Áður en við vitum af verðum við farin að halda upp á 4. júlí og éta kalkún á Thanksgiving.
Ég hef einu sinni fengið blóm á Valentínusardaginn..(og er nú bara farin að efast um að það gerist aftur, en það skiptir litlu..ég ætla nefnilega að verða Crazy Snake Woman þegar ég verð stór...) Þáverandi Hr. Shit kom með einhvern blómvönd fyrir mig.. sjaldan hafa svoleiðis dúdar ratað í arma DJ-Shits. -En audda þurfti ég að skipa svo fyrir... Æji, maður getur nú ekki ætlast til að þessi grey muni allt ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home