þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Þessi vetur er endalaus. Veturinn 2004 verður ekki minnst sem skemmtilegs tíma lífs míns þegar ég er orðin gömul og grá.. Hið leiðinlegasta sem hefur komið uppá (hingað til), er sú staðreynd að maður er að eldast og fær ekkert við því gert.. Núna er ég nær því að vera 30 ára en 20 ára!-þó að mér líði alveg eins og þegar ég var 18 ára- Þetta er alveg skelfileg staðreynd sem fær mig til að vakna upp í köldu svitabaði á næturna... plús það að vera strandaglópur í Bæ Dauðans..úff.. vinna á bókasafni sem menntaskólagelgjurnar halda að sé til þess að stytta sér leið í gegnum frekar en raunverulega að afla sér einhvers fróðleiks.. Guð forði þeim frá því! Það má ekki spilla frímínútunum í einhverjar bókaskruddur þegar maður getur sent 4 sms á mínútu, sett meiri maskara á sig eða annað bráðnausynlegt..
Jæja, svo þegar gamlinginn hérna ákveður að skella sér á ball hérna (með þeim 2 vinum sem eftir eru í bænum..) Þá á maður sko gott kvöld í vændum.. Meðalaldurinn á aðal pleisinu í Bæ Dauðans hækkar skyndilega um nokkur ár þegar áðurnefndur gamlingi og félagar ganga inn, því þarna inni eru yfirleitt ekkert nema reifabörn nýskriðin úr grunnskóla.. fyrir utan auðvitað fastagestina sem hafa ekki staðið upp frá borðinu sínu síðan 1985 (þeir teljast ekki með..hluti af innréttingunum)og halda að þeir séu enn sömu töffararnir...
Ég man eftir samtali sem ég átti við eina unga dömu hérna í haust eftir ball.. Hún spurði mig um aldur og ég sagðist vera 24 ára að verða 25 ára eftir áramót.. "Já... það er allt í lagi..." var svarað. "Umm.. ég veit það.." sagði ég.. en leið eins og ég væri sextug... Fæti fer greinilega fljótt hallandi eftir tvítugt..
Annars er ég sjálf sátt við það að vera 25 ára.. en það væri mikið skemmtilegra að vera 25 ára í London eða New York.. Bær Dauðans virkar ekki jafn skemmtilegur núna og fyrir 10 árum.. Well minn tími mun koma. ...vonandi ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home