Er það ekki kaldhæðnislegt að ég skuli vera í fjarnámsnámskeiði frá HÍ sem heitir "Blogg, blogg, blogg!"..? Ég sem kann ekki rass að blogga.. Núna ætti ég audda að vera að gera verkefni í þessu umrædda blogg-námskeiði, en mikið svakalega nenni ég því ekki... Ástæðan fyrir því að ég tilneyddist að skrá mig í þetta námskeið er sú að sagnfræðiskor HÍ er enn föst einhversstaðar í myrkviðum miðaldanna og á enn eftir að uppgötva tölvuöldina.. Fyrir utan þetta eina námskeið sem var kennt í gegnum fjarfundarbúnað hérna í haust og tókst það með miklum ágætum. Góðir og mætir kennarar sem stóðu að því og tók ég því fagnandi að loksins væri hægt að nema eitthvað annað hérna í Bæ Dauðans en Íslensku og eitthvað óæðra dót frá Háskólanum á Akureyri... En draumurinn var fljótt búinn eftir próf.. engin sagnfræði fyrr en einhvern tímann næsta haust.. og þá aðeins einn áfangi líka.. með þessu áframhaldi mun ég búa hjá foreldrum mínum fram á elliár.. eða þangað til ég mun loksins útskrifast með Ba gráðu.. þeas, ef ég hef ekki guts til að færa mig um set og halda í Borg Óttans.. kannski þegar ég verð 35 ára og búin að safna mér uppí bíl, svo ég þurfi ekki að leggjast á mitt fyrra plan þarna fyrir sunnan og ferðast með strætó.. ( sem er verkfæri djöfulsins)...
Jæja, alltaf jafn gaman að fá að röfla, hvort sem einhver les þetta eða ekki..
Einhvers staðar verða vondir að vera Gvendur!
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
is what she tried to say
Um mig
- Nafn: Sigrún
- Staðsetning: Bæli Syndarinnar, Íslenska Bananalýðveldið, Iceland
Nýjasta draslið
- Þessi vetur er endalaus. Veturinn 2004 verður ekki...
- En gaman.. ég drepst á nördaþingi og verð svo drau...
- Ætti maður að fara að hlakka til, eða..? Ghost or ...
- Alltaf gaman að hlusta á Bítlana þegar maður er fe...
- Dj-Shit takes Hollywood Úje beibí! Núna þarf mað...
- Hmmm.. Veit ekki alveg hvort ég eigi að vera ánægð...
- Ég var að setja á mig body lotion með kakólykt... ...
- Mikið svakalega er gaman að vera til! Það er svo y...
- Mér finnst að helgarnar ættu að vera 3 dagar. Maðu...
- Laugardagur til leti.
Hlekkir
Ákaflega mikilvæg tímasóun
Blog This!
Vinsældakönnun alþýðunnar:
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home