þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Er það ekki kaldhæðnislegt að ég skuli vera í fjarnámsnámskeiði frá HÍ sem heitir "Blogg, blogg, blogg!"..? Ég sem kann ekki rass að blogga.. Núna ætti ég audda að vera að gera verkefni í þessu umrædda blogg-námskeiði, en mikið svakalega nenni ég því ekki... Ástæðan fyrir því að ég tilneyddist að skrá mig í þetta námskeið er sú að sagnfræðiskor HÍ er enn föst einhversstaðar í myrkviðum miðaldanna og á enn eftir að uppgötva tölvuöldina.. Fyrir utan þetta eina námskeið sem var kennt í gegnum fjarfundarbúnað hérna í haust og tókst það með miklum ágætum. Góðir og mætir kennarar sem stóðu að því og tók ég því fagnandi að loksins væri hægt að nema eitthvað annað hérna í Bæ Dauðans en Íslensku og eitthvað óæðra dót frá Háskólanum á Akureyri... En draumurinn var fljótt búinn eftir próf.. engin sagnfræði fyrr en einhvern tímann næsta haust.. og þá aðeins einn áfangi líka.. með þessu áframhaldi mun ég búa hjá foreldrum mínum fram á elliár.. eða þangað til ég mun loksins útskrifast með Ba gráðu.. þeas, ef ég hef ekki guts til að færa mig um set og halda í Borg Óttans.. kannski þegar ég verð 35 ára og búin að safna mér uppí bíl, svo ég þurfi ekki að leggjast á mitt fyrra plan þarna fyrir sunnan og ferðast með strætó.. ( sem er verkfæri djöfulsins)...
Jæja, alltaf jafn gaman að fá að röfla, hvort sem einhver les þetta eða ekki..
Einhvers staðar verða vondir að vera Gvendur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home