þriðjudagur, mars 30, 2004

Jæja jæja.
Núna er komið að fyrstu bókagetrauninni minni. Bara að prófa eitthvað nýtt.. enda er ég orðin svo boring eitthvað...

Sem sagt. Hvaða skáldverk hefst á þessum orðum?:

"Það er kunnara en frá þurfi að segja að piparsvein í góðum efnum hlýtur að vanta eiginkonu.
Þó að grannarnir þekki tilfinningar slíks manns og skoðanir sáralítið þegar hann sest að í héraðinu eru þeir svo vissir um þetta að þeir líta strax á hann sem lögmæta eign einhverrar heimasætunnar
."


Haha. Létt er það ekki?? Vildi ekki vera að hafa þetta alltof erfitt svona til að byrja með.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home