miðvikudagur, apríl 14, 2004

Það hefur borið á því að fólk vilji fá verðlaun fyrir rétt svar hérna á þessari síðu -ég nefni engin nöfn.. ;) en eru það ekki bara verðlaun í sjálfu sér að fá að svara þessu? haha!
Jæja.. hér er samt næsta getraun. Ef enginn svarar þessu rétt , þá kem ég með aðeins meira af texta. Ég vil taka það fram að þetta er formálinn sem hefst á þessum orðum hér á eftir, en kannski ég setji fyrstu orð fyrsta kafla ef enginn svarar rétt. Þetta er nú samt ekki erfitt, sko... Well, gúdd lökk!

Hvaða skáldverk hefst á þessum orðum:

"Listamaður er skapari fagurra hluta.
Það er markmið listar að opinbera list en fela listamanninn sjálfan.
Gagnrýnandi er sá sem tjáð getur með nýjum hætti eða í nýju efni skining sinn á því sem er fagurt.
Æðsta gagnrýni og hin vesælasta eru hvort tveggja með vissum hætti sjálfstjáning.
"

Hefur þetta einhver?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home