þriðjudagur, apríl 13, 2004

Loksins eru þessir páskar búnir. Komin með nóg af þessu ballfári sem grípur menn og mýs yfir hverja einustu hátíð. Ekki það að maður hafi ekki gaman að því að skemmta sér, það er ágætt að sletta aðeins úr klaufunum og lyfta sér aðeins upp endrum og eins.. það er frekar það að stundum virðist þetta vera einhver kvöð.. "Hva.. ætlarðiu ekki að koma að djamma?".. þó svo að maður sé skelþunnur eftir kvöldið áður... Já, maður er orðinn of gamall fyrir þetta. Kannski að ég fari bara að frelsast.. þá kemst ég vonandi til himna þegar ég dey..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home