þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Ferðaæsingur

Vá, næstum mánuður liðinn frá síðustu bloggfærslu. Svona flýgur tíminn þegar maður er að skemmta sér.. eða já hann flýgur hvort sem maður er að skemmta sér eða ekki.
Núna eru bara sirka 3 vikur eftir af skólanum.. ég fer sem betur fer ekki í nein "jólapróf" þetta árið, þarf bara að skila inn ritgerðum og taka eitt heimapróf. Fínt fínt.
Það líður senn að Lundúnaferð, þar sem ég fer með mömmu, pabba, Línu og Stebba til London á tónleika með George Michael. Við erum líka búin að fá miða á Queen showið "We Will Rock You". Loksins. Ég hlakka alveg hrikalega mikið til. Ég verð EIN í hótelherbergi! Aldrei verið það áður. Jibbí! Er búin að plana að fara í Madame Tussauds, British Museum, The Natural History Museum, Tower of London, London Aquarium og Rock circus. Að ógleymdu Oxford Street og Harrods og öllu jóleríinu þar. Þau hin munu náttúrulega fylgja mér...heheh... hóst... Einhverjar tillögur að fleiru?

4 Comments:

At 14/11/06 17:55, Anonymous Nafnlaus said...

hvergi minst á að ég verð einn heima eða bara hvernig minst á mig
ég er minsti maðurinn sem hefur ekki verið minst á

 
At 14/11/06 17:57, Blogger Sigrún said...

Æj fyrirgefðu ástin mín. Ég mun sakna þín ægilega á meðan. Ég skal minnast á þig betur í næsta bloggi.

 
At 14/11/06 22:08, Anonymous Nafnlaus said...

he he þið eruð rugluð ;)

En það er eins gott að taka daginn snemma þegar maður fer á þessi söfn !! Við vorum td. 2 klst biðröð til að komast inn á Madame Tussauds, en ég var þar í ágúst og við fórum á laugardegi svo að það gæti hafa verið svona helgarröð þann daginn !! En það er víst alltaf röð inn á þessi söfn sérstaklega um helgar og best að taka daginn snemma eins og ég minntist á áður !! Ohh hvað ég öfunda ykkur hefði verið meira en til í það að fara á tónleika með GM !! En ég er víst að fara í menningarferð með dóttur minni til Bostonar að skoða Mollin þar og sérstaklega Victoria´s Secrets ;)

Farðu svo að láta sjá þig :)

Kveðja,

 
At 8/12/06 23:47, Blogger Sigga said...

jæja, búin í útlöndum? Hvernig var?

 

Skrifa ummæli

<< Home