Um hvíta hrafna og þvottavélar
Þá kom það!Loksins kemur maður sér að bloggi eftir viðburðaríkan mánuð. Prófin búin og byrjuð að vinna í Þjóðminjasafni vorrar þjóðar. Flutningarnir úr Suðurgötunni og upp í Gnoðarvog gengu alveg ágætlega. Ég gerði þó minnst af því að flytja sjálf, þar sem ég var akkúrat að vinna helgina sem við fengum íbúðina afhenta, þannig að duglegi Villinn minn tók sig til og flutti mest af draslinu mínu með ómetanlegri hjálp þeirra Dagnýjar og Heidda. Fá þau miklar þakkir fyrir :)
Erum enn að koma okkur fyrir smám saman og mest af húsgögnunum sem okkur vantaði eru komin. Eftir eru bara lítið eldhúsborð, 2-3 stólar og örbylgjuofn sem okkur vantar til að eiga svona nokkurn veginn allt til alls.. Það kemur bara smám saman. Okkur líður að minnsta kosti mjög vel hérna og ég kemst bara í form af því að hlaupa upp og niður stigana til að fara með og sækja þvott. Þvottur, já.. Mamma gaf okkur fyrir þvottavél-Ég á sko bestu mömmu í heimi, því verður ekki neitað- ég keypti þessa fínu Electrolux þvottavél.. vá hvað ég elska hana! Hef aldrei átt þvottavél áður og það er alveg merkilegt hvað manni finnst svona dótarí allt í einu merkilegt.. þrátt fyrir að hafa notað svoleiðis í ótalmörg ár og ekki fundist neitt merkilegt við það. Ég er vonandi ekki að breytast í eitthvert furðufrík... skáparnir í íbúðinni um daginn og þvottavél núna.. eins gott að ég fari ekki að fá mér þurrkara strax ..þá fyrst verður allt vitlaust!
Lather, rinse, repeat... as needed.
Later dudes.
5 Comments:
Já, það er greinilegt að þessi þvottavél gerir kraftaverk. Náði að þvo skömmina af þér sem fylgir að vanrækja fréttaþyrsta vini í útlöndum!
Ég kem í housewarming þann 14. eða 15. júní. Svo stefnir stórfjölskyldan á Þjóðminjasafnstúr um það leyti. Við gerum fastlega ráð fyrir "gæded túr"..
ps. Gettu hver er að fara að siða til lata unglinga í sumar??
Það var mikið!! Ég er nú ekki svona spennt fyrir þvottavélinni minni að ég vanræki bloggið sko ;)
Til hamingju með flutninganna skvísa.
Ég vil fara að plana hitting fljótlega(þegar ég kem heim brún og sæt frá Spáni) og fá hinar skvísurnar með!
Bestu kveðjur úr Kópavoginum.
KS
Hi all! Thanks for information!
buy viagra
cheap viagra online
Bye
Ja das ist fantastish!
buy viagra
cheap viagra online
Bye
Hallo, thanks author.
Go here [url=http://www.jahk.org/forum/topic.asp?TOPIC_ID=113]viagra[/url].
Take http://www.jahk.org/forum/topic.asp?TOPIC_ID=113#viagra cheap.
thanks.
Skrifa ummæli
<< Home