Septemberfílingur
Þessir dagar líða hratt og áður en maður veit ef er komið haust. Úti er rok og rigning, eins og venja er í Reykjavík á öllum árstíðum, en einhvern veginn finnst manni alltaf vera haustveður þegar himininn er grár og úti og rigning&rok.En mikið ofsalega er gaman að vera byrjaður aftur skólanum. Eftir margra ára strit er loksins farið að glitta í ljósið í hinum enda gangnanna.. BA gráða eftir tæpt ár. Það er ferlega súrrealískt. Ég sé svo sem ekkert fram á frægð og frama þegar ég er komin með BA gráðuna, enda er það bara fyrsti áfanginn á leiðinni til æðri menntunar. Ég ætla mér amk að ná masters gráðu í einhverju formi og helst líka MPaed gráðu, sem fæst þegar maður tekur kennslufræði í sagnfræði. Þá er maður nokkuð vel settur og getur vonandi farið að koma undir sig fótunum eftir að hafa verið með um 75 þús á mánuði í námslán og lifað á vatni og brauði.. (hóst!)
Mér sýnist að ætlunarverki mínu verði brátt lokið, eftir 6 mánaða tuð, að fá hann Vilhjálm til að hætta að reykja. Hann jórtar nú samviskusamlega á nikótín tyggjói og reykir mikið minna en hálfan pakka á dag, mikið er ég glöð yfir því. Þó held ég að áðurnefndir vindar og rigningar spili einhvern þátt í þessari þróun, þar sem það er auðvitað mikið þægilegra að sitja inni í sófa og smjatta á tyggjói en að húka úti á svölum í nöpru veðri og anda að sér daunillum reyk.
4 Comments:
hey þú veist að ég geri þetta með glöðu fyrir þig, aðeins þig
Villi
Sigrún þú ert algjör snillingur !!!
Kveðja Harpa.
Stolt af þér að láta kallinn hætta að smóka ;)
Kv Kristín
Sko, reynslusaga...það er ekki auðvelt að hætta að reykja og byrja á nikotíntyggjói.....been there...og nú, tæpum 2 árum seinna er ég að reyna að venja mig af nikotíntyggjóinu!!!!!var nebla farin að tyggja ansi stíft. Er nú komin í 2-4 tyggjó á dag, og ca 3-4 POKA af Extra peppermint!!!!en lifi.... ein sígó kostar ca.28 krónur.....eitt nikotíntyggjó (miðað við nikotinell 204 stk. pk.)kostar ca. 25 kr.stk, og eitt extra tyggjó kostar ca. 4 kr :) ekki alveg tilgangslaust.......
Skrifa ummæli
<< Home