sunnudagur, október 17, 2004

Survival of the hippest

Ég álpaðist útá lífið um daginn.. Ég álpast reyndar ansi mikið þessa dagana, fæ ekkert ráðið við þetta.. En já.. lífið.. í Reykjavík.. Þetta er eins og einn risastór kjötmarkaður oft á tíðum. Fólk reynir að skarta sínu fegursta, vissulega undir mismiklum áhrifum ýmissa vímugjafa, og einhverjir bíta á, en aðrir sitja eftir og vonast til að ná árangri í næstu umferð.
Hin gamalkunna kenning Darwins "Þeir hæfustu lifa af", hefur lítið að segja í þessum efnum, heldur frekar eitthvað á þessa leið: "Þeir fegurstu lifa af." Fegurð í þessu samhengi er þá auðvitað skilgreint eftir nútíma viðhorfi samfélagsins; Fegurðin kemur ekki að innan. Til að reiknast fallegur, þá þarftu að standast staðla nútíma fjölmiðla; Konur þurfa að vera grannar, helst ekki yfir 55 kg og ekki undir 170 cm, allar steyptar í sama mótið auðvitað, með þetta "Séðog heyrt/Nælon lúkk"(Þær eru allar eins!!) sem er voðalega mikð inn í dag.. Guð forði okkur frá fjölbreytileika!!!.. Karlmenn eiga auðvitað helst að vera eins og Jónsi í svörtu fötunum eða einhver af þessum sterílu gaurum sem maður sér hist og her í auglýsingum, tímaritum og ýmsu.. Ókei, alltaf gaman að fallegu fólki.. það er hægt að horfa á það og láta sig dreyma, en samt sem áður.. þurfa allir virkilega að vera svona?? Viljum við öll vera steypt í þetta sama mót sem samfélagið (i.e. fjölmiðlarnir) hefur heilaþvegið fólk með?? Mér finnst þetta vera stór galli á gjöf Njarðar.. Fólk á ekki að samþykkja það að láta vega sig og meta eftir einhverjum stöðlum sem einhverjir tískuhönnuðir með anorexiufetish hafa mótað; en samfélagið svo tekið upp á arma sína og þróað áfram. Við erum manneskjur með eigin karakter og eigin skoðanir, en ekki einhver vélmenni með sameiginlega samvitund og engar skoðanir. Við þurfum ekki öll að vera jafn falleg, jafn rík, jafn gáfuð, jafn menntuð. Við þurfum ekki öll að ganga í tískufötun alla daga eða eiga kærasta/kærustu og flottan bíl til að teljast gjaldgeng í mannlegu samfélagi; og við þurfum ekki öll að vera komin með mann/konu, hús bíl og börn fyrir þrítugt. Við erum öll mismunandi og það er það sem er langskemmtilegast við að vera manneskja.

3 Comments:

At 19/10/04 23:04, Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð nú að segja að ég er bara mjög sammála þér hvað þetta varðar. Bærinn er nú hálfgerður dýragarður um helgar

teik ker

Kv.
Oddbald (Odd & Bald)

 
At 23/10/04 08:50, Anonymous Nafnlaus said...

www.mmedia.is/~suri/Queen%20Medley%20in%20Japan.mp3
=
HAHAHAHAHAHAHAHAHAHHAHAHHAHAHHAHAHHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHHAAHAHHAHAHA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Sigga. hver annar..!

 
At 23/10/04 15:08, Blogger Sigrún said...

Kazaaa?? lúrúrúrú ...
hehehehhe
ÞEssir Japanir..

 

Skrifa ummæli

<< Home