Útsala=kaupæði
Ég fór á útsölu í Skífunni í gær. Keypti mér 2 geisladiska og einn dvd. Maður íhugar samt oft hvort maður ætti að vera að kaupa sér tónlist, þar sem hægt er að ná í þetta allt saman á netinu. Ég reyndi nú um daginn að nota þetta odc forrit þarna, en auðvtiað kann ég ekkert á þetta.. og skil þetta ekki heldur. Held ég ráfi frekar um útsölurnar, amk til að byrja með, þangað til ég finn einhvern sem nennir að kenna mér á þetta.Hvernig er það samt með útsölur.. þetta orð kemur blóðinu alveg á hreyfingu hjá fólki allir þeystast til eins og mannýg naut í nautaati... Þetta er eitt mesta töfrarorð í íslensku máli: útsala.. það er eitthvað tælandi við það... já og auðvitað líka "afsláttur" og " hálfvirði". Ég læt umsvifalaust glepjast. Ég er ekkert skárri en almúginn..
Meira samt um þessi reyfarakaup mín.. Tónlist úr kvikmyndinni Woman on top.. einkar suðrænt og seiðandi.. algjör latínó fílingur.. ljúft og fínt. Mæli með henni fyrir rómantíska kvöldstund.. eða bara kvöldstund.. ekki það að ég sé sérfræðingur í rómantík.. ætli ég sé ekki frekar anti-sérfræðingur..?
Hvernig væri annars að ég færi að taka upp á bókmenntagetrauninni frægu aftur? Hefur einhver áhuga á því?
Ég skal reyna að standa mig betur í þessu bloggi (ekki örvænta Sigga mín, ég er enn hérna ).. það er oft bara svo fjandi erfitt að koma sér í gang á ný.
Au revoir og A bientot.
4 Comments:
úú!! já! Ég er til í meiri bókmenntagetraunir! Þú mátt nú alveg hafa einhverja lágmenningu.. kannski ekki rauðu seríuna.. en ég mæli með ákveðnu Cro-Magnon pari.. er að lesa nýjustu bókina þar.. the shelters of stone. Þvílíkt bull! Ekkert skárra/verra en okkar elskuðu norsku galdrabókmenntir.. sami dónaskapurinn.
úú!! já! Ég er til í meiri bókmenntagetraunir! Þú mátt nú alveg hafa einhverja lágmenningu.. kannski ekki rauðu seríuna.. en ég mæli með ákveðnu Cro-Magnon pari.. er að lesa nýjustu bókina þar.. the shelters of stone. Þvílíkt bull! Ekkert skárra/verra en okkar elskuðu norsku galdrabókmenntir.. sami dónaskapurinn.
Sigga
Já komdu með getraun. Það er einmitt góð hugmynd ;-)
Haha og hæ það var að sjálfsögðu ég Maríanna en ekki anonymus sem tjáði sig þarna .
Skrifa ummæli
<< Home